Hugsið um líffæragjöf!

Ég hef heyrt marga tala um að þá langi til að gefa líffærin úr sér eftir sinn dag.  Umræðan skapast  kannski vegna þess að ég er í bið eftir líffæri, þ.e nýra og hef verið að bíða í eitt ár.  Hér á landi getur maður skrifað upp á pappíra sem landlæknisembættið á að útvega til þess að gerast líffæraþegar og vil ég hvetja alla sem hafa hugsað út í þessi mál að hætta að hugsa og framkvæma.  Það er ekki til stærri gjöf í lífinu en að gefa líffæri úr sér eftir sinn dag, því þá er fólk að hjálpa jafnvel fleiri en einum einstaklingi að halda áfram að lifa við betri aðstæður. 

Staðan með lifandi gjafa er smá snúin því hvergi er til listi þar sem fólk getur skrifað sig á og gefið ókunnugum aðila nýra úr sér, en takið eftir að læknir á LSH, Nýrnalæknir að nafni Ólafur Skúli sagði mér að benda áhugasömum um að gefa nýra til fólks sem það þekkir eða jafnvel þekkkir ekki, svo hafið samband við LSH Hringbraut ef þið hafið áhuga á því, eða bara til að fá upplýsingar um málið því það er þörf á uppfræðslu landans og lifandi nýrnagjöfum til að minnka lista þeirra sem bíða.  Það er engin stærri gjöf en lífsgjöfin svo hugsð málð og skráið ykkur sem líffæragjafa sem fyrst.

Ég get frætt ykkur á því að sú staða að vera með nýrnabilun er skelfileg.  Maður mætir 3svar í viku í blóðhreinsun sem tekur rúma fimm tíma með öllu.  Alls kyns fylgikvillar, þolleysi og máttmissir fylgir þessu svo maður eyðir miklum t íma í rúminu sofandi, fer allavega ekki á fjöll lengur.  Maður getur lítið orðið unnið svo fjárhagsáhyggjur eru líka farnar að sýna sig eftir næ áratugs baráttu við ýmsa lífshættulega kvilla.  Það myndi  gefa mér alveg nýtt líf að fá nýtt nýra, en eftir árs bið á lista er maður ekki sá vonbesti lengur.  Það eru fleiri en ég í þessarri stöðu og endilega ef þið getið ekki gert meira farið í blóðbankann því það r oft lífgjöf fyrir einhver ef þið gefið blóð.

Hjálpið mér að vekja umræðu því hún hefur verið of lítil.  Maður þyrfti kannski að hefja söfnun til að standa undir auglýsingum varðandi þessa mál.......hmmmmmmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband