Langt síðan síðast.

Já það má segja að fésbókin sé farin að taka mann frá bloggheimum, en maður snýr alltaf til baka eins og góður þjónn skriffinnskunnar.

Af mér er allt ágætt að frétta.  Var að fatta það áðan að það eru liðnir heilir fimm mánuðir síðan að maður hóf nýrnaskilunina og þá skildi ég hvað tíminn líður miklu hraðar þegar manni líður vel.  Það koma að vísu slæmir dagar á milli, aðallega aukaverkanir af skiluninni geta stundum verið vond, en á heilt litið þá líður mér svona þúsund sinnum betur en t.d í janúar.  Þá hélt ég að ég lægi bara við dauðans dyr og ætti fátt eftir nema kveðja, því mér leið alveg hræðilega á þeim tíma, bæði andlega og líkamlega.  En hvað það er gott að líða vel og vera sáttur við lífið og tilveruna.

Er að skoða ýmsa möguleika með tilliti til aðstæðna.  Ætlaði að sækja um hjá Keili en það er betra að gera það að ári því kannski kemst maður í nýrnaskipti á árinu(krossum fingurna) og þá væri ég betur í stakk búinn fyrir nám.  Vonandi að maður fái einhverja smá vinnu næsta vetur til að hafa ofan af fyrir manni, en í sumar ætla ég að njóta sólarinnar og lífsins eins mikið og mér er unnt.

Þangað til næst fylgist með fésinu;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband