Að uppgötva eigin dauðleika.

Það gerðist hjá mér í gær að ég uppgötaði að ég hafði aldrei hugsað mikið út í minn eign dauðleika, en því laust allt í einu niður í mig að ég gæti verið einn af þeim sem dey allt í einu heima hjá mér og enginn uppgötvar líkið í nokkra daga.

Ég var í viðtali hjá tengilið mínum við þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta í gær þar sem við vorum að velta fyrir okkur hvort ég þyrfti aukna þjónustu frá ríki eða sveitarfélaginu.  Sveitarfélög eru nýtekin við þjónustu við fatlað fólk og var það ástæðan fyrir þessum pælingum okkar.  Eftir smá vangaveltur spyr hun mig hvort ég sjái eitthvað sem mér finnst ég þurfa á að halda, svona eins og heimajúkrun, ferðir í að versla, liðveisla eða eitthvað því um líkt.  Ég velti þessu fyrir mér og sagði heimahjúkrun þyrfti ég nú varla og spurði hún mig þá hvort ég yrði ekkert svo veikur af nýrnaskiljunni að ég gæti ekkert gert sjálfur.  Þá allt í einu sló því niður í mig og ég sagði jú stundum en ekki alltaf.  Ég hugsaði þetta meira og meira og sagði henni loks þann sannleika sem sló niður í mig þarna allt í einu.  Staðreyndin er sú að mig vantar ákveðna þjónustu segji ég.  Nú hvað ertu að hugsa um segir hún?  Á miðað við allt sem á undan er gengið og þá staðreynd að stundum líða dagar án þess að ég heyri í einhverjum og hversu alvarleg núverandi veikindi og mín sjúkrasaga eru þá gæti ég alveg lent í einhverju ogkæmist ekki í símann til að hringja í 112 tja svona eins og heilabloðtappa sem ég hef fengið áður.  Ég gæti líka hreinlega látist í svefni vegna hjartans o.fl. og enginn fundið mig í nokkra daga.  Sú tilfinning sem sló mig þarna var hræðsla við svona atburð og einnig mikill einmannaleiki, vitandi að líf mitt væri í alvöru þannig að stundum kemur enginn hingað í einhverja daga og stundum hringir síminn ekki í viku.  Vá hvað líf mitt varð allt í einni setningu að sorglegum leikþætti!!

Við erum enn að reyna að velta upp einhverskonar þjónustu sem kostar mig ekki morðfár, eins og neyðarhnappur, þangað til hef ég allavega einn vin sem ringir í mig daglega eða ég í hana, sem er þó allavega einn varnagli en ekki alveg nóg.  Ég vona að það séu ekki margir í svona stöðu þarna úti.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öll erum við dauðleg og bætum varla spönn við líf okkar með að hugleiða endinn. Við erum lifandi núna. Það er það sem gildir. Ef við náum að vera í núinu, eins og er svo einkennandi hjá börnunum, þá erum við eilífir, akkúrat núna.  Akkúrat núna er allt í fína. Akkúrat núna skortir okkur ekkert. Allavega vona ég að svo sé hjá þér.

Ertu ekki með svona neyðarhnapp?  Þú ættir að hafa eitthvað þannig hjá þér. Það gæti færrt þér hugarró þó ekki væri annað.  

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2011 kl. 23:33

2 Smámynd: Einar  Lee

ætli maður hugsi ekki meira út í endann þegar maður er jafnveikur og ég er og hef verið.  Ekki það að ég hræðist hann en maður verður að gera sér grein fyrir að hann  kemur.

Einar Lee, 5.11.2011 kl. 21:19

3 identicon

Málið er að vera undirbúinn fyrir allt, eins ömurlegt og ástandið er. Vera með einhvern sem lítur við hjá þér og vera með neyðarhnapp. Að lesa bloggið hjá þér, kennir manni að meta það sem maður hefur. Ég hef sjálf þurft að fara í nýrnaaðgerð, annað nýrað var ónýtt, en er með hitt nýrað heilbrigt. Lífi mjög eðlilegu lífi með það, hef ekki yfir neinu að kvarta. Liðveisla er líka mjög góð lausn, bara að fara í Kringluna, á kaffihús, út í búð, sund og þessa hluti sem nauðsynlegt er að gera. Ef ég þekki þig rétt þá ertu harðnagli og munt keyra þetta áfram af fullu krafti :) Gangi þér vel !!

Heiða (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband