Löglegt en siðlaust allt saman.

Það sem vantar inn í öll þessi mótmæli aer að almenningur eigni sér þann hluta kreppunnar sem hann sjálfur hefur búið til.  Jú með miklum lántökum í erlendri mynt, með endurfjárm0gnun eigna sinna til þess eins að geta farið í reisur og keypt sér dýra jeppa og svona mætti lengi telja.

Ég held að allir eigi sinn þátt í þessu allt frá auðmönnum til almennings og allt til stjórnkerfisins.  Hitt er þó og það er yfirskriftin á skrifum mínum, getum við varla verið reið út í auðmennina því þetta var allt löglegt þó siðlaust kunni það að hafa verið.  Allir (flestallir) myndu með mikilli græðgi stökkva á tækifærið að græða nokkra millur ef það væri löglegt en siðlaust.  Almúginn hikar ekki við skattsvik ef hann kemst upp með það, en ætlar svo að setja sig á hán hest yfir auðmönnum sem gerðu fullkomlega löglegan hlut.  Að sjálfsögðu eiga þeir hlut í máli en munið að við tókum öll þátt í þessu af fullum einug og bendi ég því til staðfestingar vörn Íslendinga þegar Dönsk og Bresk blöð reyndu að fjalla um þessa "útrás".  Nei þeir voru bara abbó var talað um á flestum kaffistofum þessa lands.

Hættum nú að velta okkur upp úr þessu, snúum bökum saman og kjósum svo eitthvað annað en nýfrjálshyggjumenn Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.  Það er kominn tími til að fara örlítið meira inn á hið sósíalíska norræna módel, við erum orðin of Kapitalisk og Amerísk í okkar stefnu miðað við hin Norðurlöndin.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki gleyma því að stjórnmálamenn eru kosnir „til þess að stjórna landinu“ eins og sagt er. Ísland er eitt ólýðræðslegasta land hins vestræna heims þvi lýðræðið svokalla einskorðast við atkvæðisrétt sem nýttur er að meðaltali á 4 ára fresti. Eftir það sitja að kötkötlunum menn og konur (vinir og vandamenn) sem hafna þjóðaratkvæðagreiðslum, siga lögreglu á mótmælendur af öllu tagi, vísa mótmælendum úr landi (ef þeir hafa ekki íslenska kennitölu), gefa fiskinn í sjónum völdum vinum og vandamönnum, gefa banka vinum og vandamönnum, hækka skatta á almenning en lækka á fyrirtæki og fjármagnstekjur, setja í bankaráð Seðlabanka óhæfa einstæklinga eins og Hannes Hólmstein ritþjóf og frjálshyggjuvitleysing (vinur Davíðs og máttarstólpi á fræðasviðinu!), skipa vini og vandamenn í stöður hjá hinu opinbera án tillits til hæfni þeirra í samanburði við aðra umsækjendur (sonur Davíðs fært embætti hjá héraðsdómi NE á Akureyri t.d.), skamta sjálfum sér laun og bónusa eins og lífeyri sem tekur öllu öðru fram, setja landið á lista með glæpamönnum sem hafa einsett sér að eyðileggja Írak og Afganistan, lögleiða okur á nauðsynjum almennings, gera atlögu að fjölmiðlum í landinu sem tókst að stöðva með atbeina forseta landsins, og svo má telja endalaust.

Almenningur á ekki upp á mikið að hlaupa satt best að segja. Þeir sem hæst láta um að ekki sé tími til að leita sökudólga nú! eru gjarnan þeir sem halda því jafnframt fram að almenningur geti sjálfum sér um kennt. Stjórnvöld þumbast við sem lengst og hella stöðugt olíu á eldinn með fáránlegum aðgerðum eða engum aðgerðum. Bíða þess vísast að verða hylltir sem frelsishetjur á nýu ári. Almenningur má ekki mótmæla á Austurvelli í þúsundatali því þá verður lögreglu sigað á fólkið, það er reynslan. Hvað leggja þessir herrar til að hinn sökumklyfjaði almenningur geri í stöðunni? Bíði? Vakni hvern morgunn fátækari en daginn áður, skuldurgri en daginn áður? Veðsettur fyrir sukki og brjálsemi? Uppreisn er nær lagi að sé eina aðferðin sem almenningi er fær. Alþingi þarf að setja af því það er óstarfhæft í raun, þar er engum treystandi og allra síst þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem eru að öllu samanlögðu höfundar að mestu niðurlægingu Íslands fyrr og síðar. Orðið uppreisn er líkast til á lista dómsmálaráðherra yfir orð sem ekki má nota á netinu... hver veit?

Einherji (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 04:42

2 Smámynd: Einar  Lee

Já við þurfum nýtt blóð á alþingi svo mikið er víst.  Breytingu einnig í lögum á þá veru að ráða megi menn með rétta lærdóminn í ráðherrastöður.

Einu gleymdi Einherji, við þjóðin þurfum þá líka að mótmæla eigin sukki og svínaríi því við tókum sko fullan þátt í þessu rugli öllu líka.

Einar Lee, 28.10.2008 kl. 11:00

3 identicon

Nei Einherji gleymdi því ekki. Hitt er sönnu nær að þjóðin hefur verið herleidd smám saman af áróðri stjórnmála/viðskiptalífs. Það hefur verið talinn kommúnismi að halda því fram að lífsstandardinn á Íslandi væri byggður á skuldum en ekki vinnu; að sú vinna sem fram fer í landinu dyggði ekki til að standa undir skuldunum, að Ísland væri fátækt land á hirðingjastigi. Fyrir almenning þá er það að deila við hagfræðing og viðskiptamógúl rétt jafn skynslamlegt og að deila við lækni um sjúkdómsgreiningu. Einstaklingshyggja og auðhyggja hafa verið trúabrögð í landinu all lengi og þar má leita ástæðna. Almenningur er því miðu trúgjarn.

Einherji (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 441

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband