Ársinnlitið.

Sit hér við tölvuna í einhverjum einkablús og man þá allt í einu að ég starfræki blloggsíðu á mbl.

Það er vægast sagt margt að gerast hjá mér sl. ár.  Var greindur með nýrnabilun fyrirq tveim árum og hef núna verið á líffæragjafalista í næstum ár.  Er svona á því stigi að vera hættur að höndla líkamelgt álag af því að vera í skiljunni og það er farið að lita mitt andlega árferði líka.  Það er líkamlega krefjandi að vera í nýrnameðferð, en það versta er að andleg hnignun fylgir því vonleysi sem fyllir mann við það að bíða eftir gjafalífffæri, því engin er röðin, engin svör og kannski fær maður líffæri og kannski ekki.....og það fyndna er að það er engin andleg hjálp á spítölum svo maður þarf að greiða hana sjálfur....þ.e ef maður hefur efni á henni, sem ég hef ekki, eða bara bíta á jaxlinn og drepa niður sál sína í leiðinni.  Veit ekki lengur hvað ég á að gera.....

En vá hvað enginn nennir að lesa svona blogg, hvað þá að einhver lesi mitt blogg almennt.  Verð bara að fá að pústa smá þar sem mér líður illa yfir ástandi mínu og vil ekki vera að leggja það á fólk að hlusta á þetta.  Nóg er að mér finnst ég vera byrði á vinum og vandamönnum  að ég leggi nú ekki á þá að hlusta á vælið í mér líka.  Ég er svo skrýtinn orðið að mér finnst ég þurfa að biðjast fyrirgefningar á því að vera mikið veikur því að einhverveginn fæ ég á tilfinninguna að mín veikindi séu að hafa áhrif á líf annarra til hins verra.......er það heilbrigð hugsun???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband