4.10.2011 | 01:25
Slæmur dagur
Erfiðasti tími í lífi nýrnasjúklngs er þegar lengst er milli skiljana, en nú hef ég tvo daga á milli frá laugardegi til þriðjudags og þýðir það því að ég má drekka minni vökva en áður. Ég fann það á líkama mínum þegar ég vaknaði í morgun, eftir slæma svefnnótt, að ég var kominn með mikinn vökva á mig, enda pissa ég orðið lítið. Ég reyndi þó mitt besta og fór í vinnuna og þegar ég borðaði hádegismatinn kom reiðarslagið á líkamann. Ég drakk lítið með matnum en maturinn gerði mig þrútinn á kvið og það virtist þrengja að lungum og fleiri líffærum öllum vökvanum og ég náði varla andanum. Ég gat lítið annð gert en að finna mér góða svefnstellingu í lazy boy stólnum(þökk sé guði fyrir hann) og endaði með því að ég svaf fram að fréttum, frá hádegi!!! og þegar ég vaknaði leið mér enn verr, er nú kominn með verki í alla vöðva og er eins og ég sé kominn nokkra mánuði á leið sökum þess hve þrútinn kviðurinn er. Er búinn að koma mér fyrir 45 gráðu halla í rúminu og vona að það dugi fyrir svefninn, nú annars er það bara að sofa í góða stólnum. Nýr dagur, betri líðan segji ég nú orðið, en ég veit að eftir skiljun verð ég betri en samt mjög þreyttu. Krossið fingur með mér að lífið verði auðveldara á morgun, því ég þarfnast þess að líða betur.
Kveðja sá nýrnabilaði.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verðum bara að muna að þetta lagast allt einn daginn og með þolinmæði og þrautseigju koumst við í gegnum svona erfiðleika. Eftir mörg meiriháttar áföll hef ég lært að standa upp og halda áfram, því lífið er þess virði að lifa fyrir. Við megum ekki gefast upp þó á móti blási og ég veit að það er ekki alltaf hægt að vera jákvæður en reynum þó að vera það á góðu dögunum okkar og þrátt fyrir slæma daga, muna að það eru þeir góðu sem halda í okkur lífsandanum og því stefna á að eiga marga svoleiðis, svona eftir getu okkar.
Einar Lee, 4.10.2011 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.