3G símar og blindir....

Eins og ég sagði fyrst hér á bloggsíðunni þá ætlaði ég stundum að koma með fyndna hluti sem koma upp í mínu lífi.  Einn slíkur átti sér stað í morgun.

Fyrir ykkur sem ekki vitið það er ég lögblindur og hef verið það í nokkur ár.  Í morgun var ég á leið í leigubíl í vinnuna þegar bílstjórinn fer að tala um dásemdir hinna nýju 3G síma.  Ég útskýrði fyrir honum að mér fyndist símar vera svona til að tala í en ekkki til að leika sér að.  hann hváði og sagði að þetta væri það flottasta fyrir blinda.  Ekki skildi ég það nú alveg en karl hélt áfram að tala um hversu flott þetta væri fyrir blinda svo á endanum spurði ég hann hvernig þá.  Hann varð kampakátur og sagði að nú ættu blindir auðveldara með að talaa saman í síma.  Ég er enn að ná mér niður úr hlátri því ég held að manngreyið hafi áætlað að þar sem ég sæi illa hlyti það að vera eitthvað sem væri að mér í eyrunum en ekki augunum.  Svona hlutir eru það sem gerir líf mitt léttbærara.

Meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband