16.9.2007 | 23:31
O.J. loksins bak við lás og slá
Já það var eitthvað bogið við þennann gaur. Ég fylgdist með öllu þessu morðmáli í sjónvarpi á sínum tíma og það er alveg öruggt að hann drap fyrrverandi konu sína. Ef hann hefði ekki verið frægur og haft nóg af peningum til að borga góðum lögfræðingum þá sæti hann bak við lás og slá fyrir morð í dag.
Nú er hann þó grunaður um vopnað rán í spilavíti og kominn bak við lás og slá fyrir það. Bót í máli að mínu mati. Svo ætti að setja í lög í USA að fólk megi ekki hagnast á dauðu fólki. Finnst þetta ógeðsleg tilraun hjá honum að reyna að hagnast á eigin glæp(að mínu mati) og dauða konu sinnar fyrrverandi. Og svo kemur hann fram í spjallþáttum til að lýsa því yfir að hann ætli aldrei að borga fjölskyldu hennar eina krónu af því sem þau fengu dæmt í bætur. Glataður karakter þessi gaur
O.J Simpson handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fylgdist líka með þess, bjó í Bandaríkjunum á þessum tíma og það voru beinar útsendingar á öllum stöðvum.. Var það samt ekki vegna mistaka hjá lögreglunni að hann slapp? Mig minnir nefnilega að þeir hafi átt við sönnunargögnin og þar af leiðandi skapað efa hjá kviðdómendum. Í framhaldinu hófu fjölskyldumeðlimir fórnalambanna tveggja þetta einkamál á hendur O.J.
Sorglegt alveg, þau áttu tvö falleg börn saman og ég hef einhvers staðar lesið að hann sé ekki búin að vera að sinna þeim mikið eftir að móðir þeirra var myrt.
Síðan er það auðvitað hin hliðin á þessu öllu saman, réttarkerfið er nú langt frá því að vera fullkomið í U.S.A. og þessvegna eru margir dæmdir saklausir í fanglesi .. og dúsa þar í mörg ár. Spáðu í því, ef þú yrðir dæmdur fyrir glæp sem þú framdir ekki. Hvernig er hægt að bæta fólki upp týndann tíma ?
Ég hallast samt frekar á það að hann sé sekur en saklaus.
Lilja (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 09:58
Jú þegar þú minnist á það þá gæti það alveg hafa verið mistök hjá lögreglunni. Manni fannst íka sumir ekki trúa því að jafn rægur maður og hann gæti framið svona glæp. Sorgleg saga allt saman.
Einar Lee, 17.9.2007 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.