Umhverfisslysið Reykjavíkurflugvöllur

Held að Kristján Möller þurfi að fara að endurskoða þetta með flugvöllinn.  Express líka að fara að fljuga innanlands gerir það að verkum að aukin umferð flugvéla verður yfir borginni, í ofanálag ofan á stóraukna umferð einkaþota og þyrlna.

Þessi flugvöllur er algert umhvefisslys í þeirri mynd sem hann er í núna og getur á engann hátt tekið við meiri flugumferð......ekki nema með því að minnka byggð í miðborginni og færa hana út fyrir borgina eins og t.d uppp á heiði.

Er þá ekki betra að færa flugvöllinn og þétta byggðina?


mbl.is Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Smári

Og hvað með það þótt að flugumferð aukist yfir borginni?? Hvaða rök hefur þú um að völlurinn ráiði ekki við meiri traffík en þessi litla sem er á honum núna? Og ef IE ætlar í innanlandsflug eykst vélafjöldi á vellinum aðeins um 2 vélar..

Way to go að gera mikið mál úr ekki neinu !!!!

Áfram Kristján Möller 

Aron Smári, 17.10.2007 kl. 21:44

2 identicon

Umhverfisslys ??? hver eru rökin fyrir þvi ??? ég hefði haldið að það væri eftirsóknarvert að hafa flugvellir í eða við borgarmarkana.... Ekki nenni ég að keyra 30-45 min til flugvallar ef maður er að fara í innanlandflug... svo er það lika mengandi að keyra bilinnn....

 Flugvöllurinn er þarna og hann á að vera þar sem hann er buinn að þjóna landsbyggðinni vel og skaffa okkur tekjur til Reykjaviks....

Bernharð Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:51

3 Smámynd: Einar  Lee

Ég veit ekki hvar þú hefur búið sl. áratugi, en flugumferð ´´a Rvíkurvelli er ekki lítil.  Það er ekki bara innanlandsflugið þarna heldur líka einkaflug, smárellurnar og þyrluflug einkaaðila, flugskólar og flieira.  Það eru  væntanlega næg rök fyrir mína parta að flug aukist ekki á þessu svæði, og svo eru tvær vélar IE með fleiri flugtök og lendingar en tvær á dag sem gerir meiri umferð en þú heldur.  Sameina mætti innanlandsflug og utanlandsflug á einn flugvöll, eins og var til dæmis gert á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn og setja þar með flugvöllinnn út í jaðar byggðar, eins og tíðkast víða erlendis, frekar en að hafa þennann gamla úr sér gengna flugvöll í Vatnsmýrinni, sem er nota bene í miðri borginni.  Fyrir utan þetta er verið að reyna að byggja upp háskólasamfélag íá þessu svæði sm þarf ekki hávaðann af fluginu.

Komdu nú með rök fyrir flugvellinum frekar en að ráðast á skoðanir manna Aron

Einar Lee, 17.10.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Aron Smári

Byrjum bara á byrjuninni, ég hef búið í Reykjavík þangað til fyrir rétt rúmu ári síðan þegar ég flutti út. Ég er sjálfur búinn að fljúga mikið út frá Reykjavíkurflugvelli bæði í áætlunarflugi og einkaflugi. Ég veit allt um hvað er mikil starfsemi á vellinum og vissulega hefur flugumferð aukist mikið undanfarin ár en hún er samt ekki orðin mikil. Núna flýg ég út frá fjölfarnasta flugvelli bandaríkjanna og umferðin hérna er töluverð og ef það á að líkja þessu eitthvað við reykjavík þá er reykavíkur flugvöllur eins og einhver grasbali á kópaskeri við hliðina á þessum velli. Ég sagði ekki neitt til um fjölda lendinga hjá þessum IE vélum og þú skalt ekki vera að segja mér hvað ég held. Hérna er ég á mínum heimavelli. Sanngjörn ágiskun á fjölda lendinga sem bætist við af þessum 2 vélum er 6-8 á dag á hvora vél. Þessi flugvöllur hefur tök á að höndla töluvert meiri traffík en er núþegar til staðar og með tilkomandi samgöngu miðstöð og nýju flughlaði er hægt að allavega tvöfalda umferð um völlinn. Ég fatta líka ekki hvað fólk er að pirra sig á flugumferð, þessar vélar eru ekki fyrir neinum þarna í loftinu og það er búið að gera svo margar breytingar á flugleiðum og brottflugum frá vellinum vegna þess að sumt fólk þarf alltaf að vera vælandi yfir þessu. Ef fólk getur ekki þolað að búa nálægt flugvelli ÞÁ SKAL ÞAÐ EKKI BÚA NÁLÆGT FLUGVELLI!!!!!!!

Ég var nú ekki að ráðast á þínar skoðanir heldur bara að biðja þig um rökstuðning fyrir þínu máli. og þú segir að það séu væntanlega næg rök fyrir þína parta... núna er tækifærið fyrir þig að sýna okkur þessi rök. 

Aron Smári, 17.10.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Aron Smári

Og smá í viðbót, ég sat í skóla á flugvellinum sjálfum með útsýni yfir báðar brautarnar og það var ekki teljandi truflanir frá flugumferðinni. Síðan væri bara fínt að hafa flugvöll í útjaðri borgarinnar frekar en þarna og sameina þar innanlands og utanlandsflug, en það er bara ekkert í boði að loka keflavíkurflugvelli. Og þegar landsbyggðarfólk kemur í bæinn er það mest megnis á leiðinni til Reykjavíkur en ekki Keflavíkur (þótt auðvitar sumir eru á leiðinni í utanlandsflug) og fyrir Reykvíkinga á leiðinni út á land er glatað að þurfa að keyra til Keflavíkur til að komast í flug. Einnig er mjög mikilvægt að vera með völlinn nálægt sjúkrahúsunum í borginni uppá sjúkraflugið.

Aron Smári, 17.10.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Heiðar Reyr Ágústsson

Vil bara benda á að Keflavíkurflugvöllur er í svipaðri fjarlægð frá borginni eins og margir aðrir stórborgarflugvellir fyrir bæði innanlands- og utanlandsflugumferð.

 Eina sem vantar núna er lest þangað og málið er dautt!

Heiðar Reyr Ágústsson, 18.10.2007 kl. 02:48

7 identicon

Ég bjó í 101 rvk í nokkuð mörg ár, þar á meðal í þingholtunum.. Flugumferðin fór í taugarnar á mér og ég varð mikið vör við hana.. Það var oft eins og vélarar ætluðu sér að lenda á stofugólfinu hjá manni. Það hljóta að hafa verið gerðar einhverjara einangrunar ráðstafanir í þessari skólastofu sem þú sast í, og varst ekki var við nein hljóð. 

Núna bý ég út á landi og er á leiðinni til Köben eftir nokkra daga, mér finnst það fúlt að þurfa fljúga til Rvk og keyra svo til Kef til að komast út..  Sammála Heiðari allt flug til Kef og splæsa svo bara í lest.

Lilja (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 07:27

8 Smámynd: Einar  Lee

Sammála ykkur Lilja og Heiðar.  Eða finna bara nýjum flugvellli stæði við borgarmörkin og hætta þessarri Kef dýrku.  Rekstur flugvallar yrði ekkert dýrari við Löngusker til lengdar litið, ef innanlands og alþjóðaflug yrði sameinað.  Tala nú ekki um ef Icelandair minnkaði gjöld við lendingar á flugvellinum og það yrði opnað fyrir fleiri flugfélög hingað til lands.

Einar Lee, 19.10.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband