Lögregluríkið Ísland

Ætli það sé ekki rétt að kalla þetta land það eftir að hafa heyrt fréttir í kvöld þar sem kom fram að þessi mótorhjólasamtök Hells Angels hafa ekki verið skráð glæpasamtök og einnig kom fram að almennir meðlimir eru að slíta sig frá þeim meðlimum sem hafa einmitt verið hluti af glæpalýð innan gengisins.

Með þetta í huga hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvort lögreglan hafi gert tékk á afbrotaferli þessarra meðlima sem voru að reyna að kíkja á landið okkar.  Nú erum við búin að úthýsa klámi, eins og frægt varð á árinu, og nú ætlum við bara að leyfa þeim að koma hingað sem okkur líkar við.  Hvað næst?  Ætlum við bara að gera eins og Kastró,hleypa öllum glæpamönnunum okkar úr fangelsum og senda þá til Noregs, því okkur líkar ekki við þá.  Menn verð að fara að varast að taka ákvarðanir byggðar á í hvaða hópi menn eru.  Ég hef hvergi heyr koma fram að þessir aðilar séu dæmdir stórglæpamenn.


mbl.is Félögum í Vítisenglum neitað um landgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Það má blanda þessu öllu saman í einn pakka,ég er alveg sammála honum í þessu,það má líka benda á að núna er ætlunin að útrýma einkadansi á súlustöðunum.

Þetta er að fara útí öfgar hvað svona varðar,það bara spurning hvort internets tenging frá íslandi verður bönnuð,því þar er heilmikið af óæskilegu efni hægt að ná í.

Ég stórefast um það að lögreglan hafi atugað sakaskrá þessara manna,það er bara spurning hvort þetta snúist ekki bara um geðþótta ákvörðun einstakra manna innan um batteríið.

Friðrik Friðriksson, 2.11.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Eru þessir almennir meðlimir sem eru að reyna slíta sig frá glæpalýðnum mikið í því að sækja teiti hjá mönnum sem eru böstaðir með vopn og fíkniefni á partýstaðnum ?

Ragnar Sigurðarson, 3.11.2007 kl. 00:25

3 identicon

Lögblindir einstaklingar sjá í raun ekki hvað er að gerast, íslendska lögreglan er að hafna einstaklingum sem er að sinna störfum innan skilgreinda glæpasamtaka sem eru vel merkt eins og hvert annað apafyrirtæki. Þeir eru ekki velkomnir hingað í heimsókn hvort sem tilgangurinn er góður eða illlur........ Málið er að það er vond lykt af þessum einstaklingum og þess vegna er þeim úthýst í þessu friðsama bananalýðveldi íslandi og þð allt í þágu friðs á skerinu. 

Jónas (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 02:54

4 Smámynd: Einar  Lee

"Lögblindir einstaklingar sjá ekki hvað er að gerast"

Það er nú bara vond lykt af þér smásálin Jónas.  Ég sé allt sem er að gerast í kring um mig og hef greinilega meiri og betri sjón á lífið en þú. 

Hells Angels eru ekkki skráð glæpasamtök, heldur bifhjólaklúbbur.  Þeeir eru undir smáwsjá lgreglu vegna þáttöku ákveðinna hópa innan samtakanna í glæpamálum.  Ef við ætlum að banna öllum sem við höldum að séu tengdir einhverjum glæpum þá þyrftum við bara að loka landinu.  Ekki var sannað að þessir einstaklingar hefðu sérstaklega brotið af sér.

Ekki kom heldur fram í fréttum að vopnin í Fáfnis heimilinu hefðu verið ólögleg og smáræði fannst af fíkniefnum Ragnar.  Það lýsir ekki stórglæpamönnum heldur öðrum hverjum íslendingi.

Einar Lee, 3.11.2007 kl. 10:01

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Er löglegt að gera þetta,ef þeir (löggan)er ekki með þessa einstaklinga á sakarskrá í þeirra heimalandi,hvernig er hægt að banna þeim ingáng í landið????

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband