Á stjórnarandstaðan alltaf að vera á móti?

Einhvern veginn er ég farinn að fá það á tilfinninguna að VG menn séu bara eitthvað þungir á sálinni, eða bara þeir sem eru í stjórnarandstöðu hverju sinni séu bara fúlir á móti yfir að vera ekki með í stjórn.  Steingrímur J. er á lista yfir þá menn sem mættu teljast mestu röflarar þingsins, enda með lengstu ræðutíma þingsins.  Er eitthvað eðlilegt að stjórnarandstaðan sé alltaf á móti frumvörpum sem stjórn kemur fram með?  Smávægilegur ágreiningur er um þetta tiltekna frumvarp, þó allir virðist vera sammála um að það þurfi að breyta starfsháttum þingsins.  Ég er eiginlega að verða sannfærður um að Íslensk pólitík sé á miklum villigötum, og maður er farinn að velta því fyrir sér að skila bara auðu í kosningum þar til að einhverjar grundvallarbreytingar verði í tíkinni, svona eins og að menn hætti að tefja störf þingsins með löngum röfltöfum og reyni að vinna meira í sátt og samlyndi með mál eins og þetta frumvarp, sem virðist bara skila meiri hagkvæmni í störfum þingsins alls.


mbl.is Ekki til umræðu að versla með réttindi og vígstöðu stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband