Lífspælingin

Ég vaknaði í morgun með þá hugsun í höfðinu að lífið væri farið að fljúga áfram á ógnarhraða og hefur mér verið mikið hugsað út í lífið sl. Mánuði, já og jafnvel ár.  

Ég hef orðið fyrir nokkrum áföllum í gegnum lífið, fékk sykursýki sem unglingur, missti  sjónina 29 ára, fékk heilablótappa og lamaðist við það öðrum megin 33 ára, og já var greindur með kransæðaþrengingar í október sl.  Ég era ð fara að lifa mín 36. jól en samt sit ég eftir allt þetta og velti fyrir mér hversu hratt lífið hefur flogið hjá.  Mér er enn í fersku minni 20 ára afmælið mitt!

Eftir öll þau áföll sem ég hef orðið fyrir hefur maður mikið hugsað út í hvað manni er mest virði í lífin, og lært að forgangsraða hlutum.  Tekið upp mottóið að betra sé að lifa hamingjusömu lífi, en að eiga mikið af dóti.  Gera vel við þá sem maður elskar og vera eins góður vinur vina sinna og manni er unnt miðað við aðstæður hverju sinni því maður tekur ekki með sér hluti og peninga í gröfina, en svo sannarlega tekur maður með sér ástina.  Enginn kemur til með að muna mann fyrir eignir eftir að maður skilur við þetta líf, en ást og virðing skilja eftir minningu af manni í hjörtum þeirra sem þekkja mann og elska.  Ætla að vona að ég skilji eftir mig góðar minningar er ég fer, hvenær sem það nú verður.  Ekki misskilja þetta sem svo þó að ég sé eitthvað að hverfa úr þessu lífi strax, en maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.  Fréttir sl. Mánaða og dauðsföll ungs fólks sem ég hef þekkt á síðustu árum hafa gefið mér þá sýn að betra er segja sitt á meðan maður getur.

Til ykkar sem þetta lesið vona ég að þið munið að lifa lífinu meðan þið getið.  Hamingjan er það sem á að vera manni mest virði í lífinu.  Lífsgæðakapphlaupið er eitthvað sem við eigum að reyna að forðast að verða partur af, því lífið er það eina sem skiptir máli.  Mér finnst folk orðið hafa meiri áhyggjur af því að kaupa drasl, vinna fyrir því myrkranna á milli, en að njóta þess að vera til.  Lifið lífinu heil og lifandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig Einsi minn, mér þykir ótrúlega vænt um þig.

Man líka vel eftir 20 ára afmælinu þínu eins og það hafi gerst í gær.  Man reyndar minna eftir mínu egin, en þitt var líka skemmtilegra en mitt

Ég er alveg sammála þér, en hins vegar þá leiðir lífið mann oft á ótrúlegar brautir. Mín braut virðist ætla að vera annars staðar en á Íslandi. og jú auðvitað vill maður halda sambandi við vini, en fjölskylda er alltaf í fyrsta sæti.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:03

2 identicon

fyrirgefiði en voruð þið eða eruð par ? það er alltaf eitthvað knús í gangi hjá ykkur

Jón (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 00:42

3 identicon

Já auðvita er þetta allt satt. . . . maður verður bara að muna að hafa þetta í huga þegar maður keyrir um í 15 ára gamalli Toyotu og býr í greni hahhahaha, ég hefði nú ekkert á móti lottórvinningi núna :)

En já sá sem á mest dót þegar hann deyr. . . vinnur ekki neitt :) tilfinningar er undarlegt fyrirbæri, stundum sárar og stundum alveg yndislegar, það er það skemmtilega við að vera lifandi. . . .að geta farið upp og niður þennan rússibana af tilfinningum gegnum lífið. Góðar pælingar rúsínan mín og veistu. . . . . .. við sjáumst eftir 15 daga núna . . . . . .15 daga í heimkomu :). . . . hlakka til að knúsa þig í klessu dúlla

kveðja frá Dk

kata :)

Kata (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 09:50

4 identicon

Hahahaha !!  Jón þú ert fyndinn

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband