10.1.2008 | 12:34
Fyrirsláttur
Getur verið að þetta sé fyrirsláttur í starfandi forsætisráðherra? Getur ekki verið að ríkisvaldið þurfi að grípa inn í kjarasamninga fyrr nú en áður, þar sem allt lítur út fyrir að kjarasamningar náist illa nema með tilkomu skattalækkana á lægri kjarastéttir? Ég persónulega held að það gæti farið í allsherjarverkföll meðal launamanna þar sem lægri launahópar eru orðnir mjög ósáttir við að allir séu að fá miklar kjarabætur nema þeir sem vinna í verslun og hjá ríki og sveitarfélögum. Nú þurfa launamenn að standa saman um meiri kjarabætur fyrir lægri launaflokkana og neita að taka litlum launahækkunum!!!
Ekki þjóðarsátt um jaðarskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitt, sem við þurfum að hafa í huga í þessu sambandi. Það er ekki hægt að lækka skatta meira í krónutölu á lægri tekjuhópa en þá hærri nema með hækkun jaðarskatta. Tillaga ASÍ fólst í því að setja alla þessa hækkun jaðarskatta á tekjubilið 150 til 300 þúsund kr. á mánuði og setja jaðarskatta þeirra upp í 49%. Til viðbótar við það kæmu önnur jaðaráhrif tekna til dæmis á barnabætur og vaxtabætur. Þessi tillaga ASÍ er því út úr öllu korti að mínu mati enda þarna verið að taka upp hugmynd Frjálslynda flokksins frá því í kostningunum í vor, sem er einhver heimskulegasta tillaga í skattamálum, sem komið hefur fram í kosningum.
Ef menn vilja lækka skatta sérstaklega á lágtekjuhópa, og þá í leið hækka jaðaráskatta er mun skynsamlegara að dreifa þeirri hækkun jaðarskatta upp allan tekjustigan og hækka einfaldlega skattprósentuna samhliða mikilli hækkun persónuafsláttar. Þannig halda menn enn í einfaldleika skattkerfisins og komast hjá fáránlega háum jaðarsköttum í tilteknu tekjubili.
Sigurður M Grétarsson, 10.1.2008 kl. 13:07
Sammála Sigurði, það hefði verið makalaust af ríkisstjórninni að koma inn í samningana á þessum forsendum núna. Þorgerður stendur sig vel enn einu sinni og ber af öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni gervallri.
Gáfnaljós (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:15
Já kannski, enda spyr ég bara. Greinilegt að þið eruð báðir Sj´+alfstæðismenn þó. Fleiri leiðir hljóta að vera færar til aðð bæta kjör láglaunafólks heldur en þær sem fram hafa komið. Láglaunafólk þessa lands getur ekki alltaf verið eina fólkið til að halda svokallaða þjóðarsátt. Á meðan hálaunastéttir og auðmenn þessa lands fá miklar launahækkanir gerist lítið í kjarabótum lægri stétta og er kominn tími til að þeir hópasr fái eitthvað fyrir sinn snúð í viðhaldi á þjóðarsátt sl. ára.
Einar Lee, 10.1.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.