Ráðstefna dagur 1

Jæja fyrsti dagur ráðstefnunnar er að baki og ég hef lært fullt.  Fór á fyrirlestra um blindraletursskjá, daisy spilara og aðgengisprófanir að forritum.  Einnig var einn fyrirlestur um aðgegni að internetinu fyrir sjónskerta, og var þetta allt mjög fínn lærdómur.  Á morgun eru fyrirlestrar um mobile tækni fyrir blinda og sjónskerta, gps tæknina og margt fleira. 

Við höfum það mjög fínt á frábæru hóteli hér í LA.  Höfum ekki verslað yfir okkur þrátt fyrir að það sé allt svo ódýrt að mann langar að versla allt, nema kannski föt því kaninn er ekki eins flottur í tauinu og við Evrópumenn.  Hitinn hér er mjög fínn, eða um 25 gráður yfir hádaginn, og við Anna höfum farið í langa göngutúra í góða veðrinu.  Erum bara búin á því í kvöld og ætlum bara að liggja inni á hebergi í kvöld, en við vorum úti að skoða bæinn með Helgu frænku til miðnættis í gær.  Sáum Hollywood skiltið, keyrðum um Sunset Boulevard og líka um Rodeo Drive.  Það var frábært að hitta Helgu því ég hef ekki hitt hana svo lengi.  Hún hefur komið sér vel fyrir hérna í borg englanna stelpan og er ég stoltur af stelpunni.  Hún fór með okkur á Spanish Kitchen, sem er æðislegur mexíkanskur veitingastaður í Vestur LA.  Fórum svo hring um borgina og aftur á hótelið.

Jæja meira síðar gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af þér gamli vinur.  Gott að allt gekk vel.

Gangi ykkur vel.  Kíki á ykkur seinna.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:23

2 identicon

Vá .. hvað það hlýtur að vera gaman hjá þér elsku vinur.. SólogSumar í L.A. Góða skemmtun og passaðu þig á papparassönum..

Lilja (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband