4.4.2008 | 21:25
Vikan á enda.....tíminn líður of hratt!
Ég vaknaði upp í morgun og það var mánudagur......fór í vinnuna, það var mikið að gera ég fór í kaffi og mat og svo fór ég heim eftir miklar pælingar, og það var kominn föstudagur......shit mér finnst tíminn vera farinn að líða of hratt.
Ég var að spá í þessu öllu með tímann og komst allt í einu að því að é hef verið single í tvö ár, en nota bene það er lengsti tími sem ég hef verið single. Maður er farinn að finna mikið fyrir einverunni upp á síðkastið og kannski væri bara ágætt að finna ástina eða að hún finni mig svona á þessu ári kannski. Er farinn að halda að ég verði einn það sem eftir er. Kannski að það rætist úr þessu einn daginn.
Annars er fínt að frétta af mér. Hef verið í algerri afslöppun eftir ferðalögin. Tók svolítið á að fara svona milli heimsálfa á sólarhring, en ég er samt enn standandi. Nú verður næsta ferðalag í júní og það verður betra að fara til DK þá því þá verður allavega hlýtt þar, en það var frost þar alla páskana, og é hélt það væri komið vor.......hhhhmmmmmmmfff....ekki aldeilis, en svo kom vorið náttúrulega daginn eftir að við fórum heim aftur. Týpískt mín heppni, en við skemmtum okkur vel þrátt fyrirr veðrið.
Jæja elskurnar, ætla að leggja mig fram við að drekka einn kakóbolla því mér er skítkalt, tók kuldann með heim frá DK.....andsk....getur vorið ekki farið að koma hér líka.
Baráttukveðjur til allra þeirra sem viðhafa mótmæli þessa dagana, því það er það eina sem dugar í kreppuástandi, standa saman og láta í okkur heyra. Væri gott ef fleiri tækju sig til og mótmæltu ruglinu.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 619
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er sko sammála því að tíminn líður hratt, allavega þegar maður eldist. Ég man nú eftir þvi þegar við vorum i 18 ára afmælinu þínu og það var ömurlegt að þurfa að bíða í 2 ár eftir að vera "Löglegur" í ríkið. Það þótti nú langur tími. En þegar maður er svo löglegur að öllu leiti, þá flýgur hann blessaður.
Já það getur verið strembið að ferðast mikið, það þekki ég, enda flugmaður i training sko.
Aldrei að vita nema maður hitti á þig á Strikinu í DK góði minn, en svo er nú vorfílingur í snjókomunni í Færeyjum. Maður sér að grasið er að rembast við að grænka undir þessu öllu saman.
Mega stórt knús og klemm á þig ljúfastur, Lovjú.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 17:33
Já ég er sammála. Tíminn ætlaði aldrei að líða þegar maður var að bíða eftir bílprófinu og því öllu saman, en núna er bara komin Apríl þegar jólin eru bara nýbúin Sumarið verður búið áður en við vitum af
Sigurbjörg Guðleif, 5.4.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.