Sl. vika og spítalaferðin

Jamm ég var lagður inn á spítala sl. miðvikudagsnótt.  Ástæðan var að lungun á mér voru að fyllast af vatni og hjartað á mér var orðið undir miklu álagi sökum þess og ég varð því að fá hjálp til að losna við vökvann.  Sjúkraflutningamennirnir héldu að ég væri að fá hjartaáfall, en svo var ekki, en hefði getað gerst ef ég hefði ekki farið niður á spítala í vökvalosun.

Ég lá inni í tvo daga og er nú laus við vökvann í lungunum, en verð að mæta eftir helgi til hjartalæknis til að skoða framhaldið.  Líklegt þykir að ég þurfi í þessa hjartaaðgerð, en menn eru á báðum áttum hvað gera skuli, en þetta kemur víst í ljós á þriðjudaginn.  Vildi bara láta ykkur vita af þessu, áður en gróusögurnar vaxa og ég telst dauðvona.  Sú er ekki raunin.

Annars er allt fínt að frétta héðan úr hlíðunum og þið megið alvevg kommenta hérna til að láta mig sjá að þið fylgist með þessu bloggi.

Meira á þriðjudaginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uss usss... ég hringi í þig fljótlega.   Farðu vel með þig.

Kveðja og knús.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:36

2 identicon

fylgist sko alltaf með þér dúlla :)

luv

kata

kata (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæhæ ég kíki hér inn daglega. Kannast við þig frá því í gamla daga. Þú ert svo jákvæður og hress alltaf. Vona að allt gangi vel.

Sigurbjörg Guðleif, 13.4.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Einar  Lee

Já þakka ykkur fyrir það .

Sigurbjör, ég er að reyna að koma fyrir mig hvaðan þú kannast við mig.  Ertu kannski vinkona Jóhönnu Steinunnar?  Veit ekki en láttu heyra.........forvitinn sko.

Einar Lee, 13.4.2008 kl. 23:34

5 identicon

Hæ hæ

Ég kíki oft á síðuna þína er bara ekki sú duglegasta að kommenta

það á ekki af þér að ganga ótrúlegt hvað sumir þurfa að ganga í gegnum.

Gangi þér vel  .

Kveðja Hrönn

Hrönn karitas (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:43

6 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Sko ég er kölluð Sibba. Ég kynntist Eddu Gunnu systur þinni þegar við vorum að vinna á Landspítalanum, áður en við eignuðumst börn og buru  Svo var ég  að vinna með Eddu Gunnu og Jóhönnu í Hagkaup Spöng.. Við djömmuðum stundum saman í gamla daga hehehehehh. Hafðu það sem best.

Sigurbjörg Guðleif, 14.4.2008 kl. 16:36

7 identicon

Auðvitað fylgist maður með þér ... fer reglulega hingað .. nánast á hverjum degi.. ER þó ekkert að kommenta nema að ég hafi e-hvað að leggja til málanna.. Stay strong

Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:57

8 identicon

hæ brósi ég skoða sko líka en hef ekki verið dugleg að kommenta gott að allt var í góðu frá læknunum jamm og verð að segja líka að þú ert jákvæður ,duglegur og flottur strákur og er ég nokkuð viss um að þú finnur kellu bráðlega eða hún þig endar sko ekki einn híhí LUV litla sys

sys (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:48

9 identicon

Blessaður félagi....... Nú veistu það ekki meiri bjór fyrir þig í bili

Allavega takk fyrir bloggið og endilega vertu duglegur að setja inná það svo við séum ekki ÖLL að hringja til að fá fréttir. Þú þarft líka að hvíla þig. Spurning hvort einhver geti ekki bloggað fyrir þig meðan þú ert svona slappur

Knús og kossar veist að ég hugsa alltaf til þín og lunch en ........... time fly´s hon

Kv Beggs

Begga beib (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband