Þrekið minnkar.

Í dag varð mérljóst að sumir dagar eru verri en aðrir.  Ég vaknaði hress og kátur í morgun og stoppaði við hérna á fyrstu hæðinni í kaffi.  Eftir að hafa setið þar í fimm mín.  þá sótti á mig svona ofurþreyta og það slokknaði næstum bara á mér þar sem ég stóð.  Ég fór aftur upp og ætlaði aðeins að halla mér í smástund, en vaknaði ekki fyrr en eftir fjóra tíma.  Lá svo í miklu þreytumóki til þrjú í dag, en þá hafði ég næstum sofið í fjórtán tíma.  Líður vel núna, en vonandi verður morgundagurinn betri, læt ykkur vita um ástandið á morgun.

Vill þakka öllum þeim sem fylgjast með og senda mér góða strauma, því ekki virðist veita af þessa dagana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Sæll. Vona að þér fari að líða betur. Einu sinni var ég að vinna með Eddu Sólrúnu heitinni frænku þinni ( í Ölduselsskóla). Það var svo gott að leita til hennar þegar eitthvað amaði að. Ég vona að hún vaki yfir þér. Það voru svo góðir straumar með henni.

Hugsa til þín og vona að allt gangi vel.

KV Sibba

Sigurbjörg Guðleif, 25.4.2008 kl. 21:36

2 identicon

já Sibba það er rétt, ég hef beðið hana og ömmu Lóa að fylgjast vel með þér og ég veit að þær gera það. Þú þarft bara greinilega meiri hvíld og þá verður þú bara að hvílast. Held áfram að hugsa vel til þín og hringi í þig í kvöld.

kv stóra systir

Rakel (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 08:37

3 identicon

Blessaður Einar.Ég heyrði í Eddu og Stebba í gær og frétti að þú hefðir það ekki neitt of gott og útfrá því sagði hún mér frá blogginu þínu,svo ég ákvað að kíkja og senda þér STÓRAN SLATTA AF GóÐUM STRAUMUM, vona svo heitt og innilega að þú náir að hrista þetta af þér og komir ofursterkur inn með sól og sumaryl. En annars,takk fyrir síðast,það var mjög gaman þarna hjá Júlíu,vel á minnst er hún búin að fjölga mannkyninu?? Mun kíkja reglulega hérna hjá þér, hafðu það sem allra best þar til næst.

kv Hrabba

Hrabba (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Gunna-Polly

láttu þér batna strákur

Gunna-Polly, 26.4.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband