26.4.2008 | 17:11
Góður dagur.
Í dag hef é átt einn mjög góðan dag. Svaf samt illa í nótt, en það virtist koma smá vatn í lungun, en þegar ég vaknaði var það farið. Líður mjög vel, en er orðinn smá þreyttur þó ég sé ekki búinn að vaka nema í um sex tíma.
Fór í Kringluna til að drepa tímann í fallega veðrinu. Sat á Kaffi París úti í sólinni og naut þess að vera til. Labbaði svo í Hans Pedersen að skoða myndavélar og keypti mér svo að lokum einn Sub og er nú kominn heim. Eins og áður sagði er þetta einn af góðu dögunum og vona ég að ég verði góður í allann dag og í kvöld. Leggst inn á mánudagseftirmiðdaginn og fer í þræðingu á þriðjudag. Það virðist eiga að skoða bara snögglega inn í kransæðarnar og taka svo ákvörðun um framhaldið, en læknirinn hefur þegar tilkynnt mér að yfirgnæfandi líkur séu á skurðaðgerð og eins og mér hefur liðið sl. tvær vikur verð ég feginn þegar þeir klára að ákveða hvað á að gera, svo ég lagist sem fyrst.
Læt ykkur fylgjast með þróun mála næstu dag. Á morgun fer ég svo í skírn og afmæli hjá Júlíu. Skíra á nýjasta afsprengið, sem er dóttir, og óska ég þeim enn og aftur til hamingju. Guðmundur Óli, næstyngstur, á afmæli, fjögurra ára, og óska ég honum líka til hamingju.......hehehe.....Júlía þú skilar því til hans.
Bæ í bili.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ gott að þér líður aðeins betur elsku Einar minn, ég er sjálf í hálfgerðri klessu hérna, en ég jafna mig smátt og smátt. Ég bið fyrir þér daglega, og sendi þér fullt fullt af hlýjum hugsunum og baráttukveðjur í kaupæti.
Elska þig í frumeindir.
GB
Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.