27.4.2008 | 17:53
Þungar hugsanir.
Það er ekki annað hægt að segja en að maður sitji mjög þungt hugsi um lífið og tilveruna á þessari stundu. Eftir að læknirinn hringdi i mig og sagði mér að við ætluðum að fara í aðgerð hef ég setið mjög hljóður og hugsað um líf mitt og tilveru. Það er kannnski ekki nema furða þegar maður fær allan tímann í veröldinni til að hugsa. Ég veit að ég hefði getað lifað betur með sykursýkinni og ef ég mætti snúa klukkunni til baka þá myndi ég reyna að gera þewtta betur, en svona er nú staðan og maður verður að takast á við hana eins og hún liggur fyrir manni hverri stundu.
Fór í skírnina hjá litlu þeirra Júlíu og Villa, en hún var skírð Thelma Dís. Fallegt nafn sem hæfir jafn sætri stúlku og hún er. Til hamingju elsku Júlía og Villi, með litlu prinsessuna. Borðaði á mig gat, eða eins mikið og ég kom niður, en ég er lítið fyrir mat þessa dagana. Maginn á mér hringsnýst og tel ég það afspengi of mikillar hugsunar af minni hálfu.
Já annars hefur þetta verið fínn sólríkur dagur hjá mér. Fyrir utan andlega hringekju sem ég er í og þreytuköst sem ásækja mig á verstu tímum, þá reyni ég að halda geðsmununum í lagi með rólegri tónlist og spjalli við hana Kötu mína, sem eins og venjulega er mín stoð og stytta í þolraunum mínum. Þessi elska veit líklegast aldrei hvað hún hefur snert mig mikið í gegnum árin og hvað hún frábær. Kata mín, ef ég segi það ekki nógu oft þá vil ég þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Mundu að þú ert hetjan mín og ég elska þig.
Jæja áður en ég fer of langt niður í skálar tilfinningaseminnar, þá ætla ég að logga mig út og leggja mig í smá tíma þar sem ég held að allt þrek mitt sé búið í dag.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sömuleiðis dúllan mín. . . .við komumst í gegnum þetta Einar minn. . . .vera bara jákvæður á þetta og það þýðir ekki að horfa aftur á við og hugsa hefði getað. . . . .snúðu höfðinu vinur þú verður í góðum höndum og við tökumst á þetta og þú verður orðin fínn í sumar, miklu þrekmeiri og orðin orkuboltinn sem þú ert þekktur fyrir að vera og klár í danmerkurferðina til mín.
sakna þín og vildi óska óska óska að ég gæti verið hjá þér dúlla
ps. það er allt í lagi að ausa úr skálunum af og til eskan . . . það kostar ekki neitt
kata (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:16
Hugsa til þín á hverjum degi. Ég veit að þú kemst í gegnum þetta eins og allt annað. Það eru fáir eins gerðir og þú "Ghandi" það veistu.
En ég segi eins og Kata, það kostar ekkert að ausa stundum. Ekki krónu.
Knús og kossar.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:34
Sæll Einar minn. Mikið vona ég að þér eigi eftir að líða betur. Hugsaðu um allt það góða og skemmtilega sem þú hefur gert í lífinu. Ég er sjálf þunglynd og með geðhverfu og veit að það er ekki of gott að leyfa sér að detta niður í daprar hugsanir. Ég vona svo sannarlega að þú náir heilsu aftur og ég fái að lesa nýtt blogg sem fyrst.
Elsku Einar ég bið guð að passa uppá þig.
Kv Sibba.
Sigurbjörg Guðleif, 27.4.2008 kl. 22:12
Sæll Einar. Vonandi kemur þetta allt saman vel út á morgun hjá lækninum og þér fari að líða betur sem fyrst. Baráttukveðjur og óskir um góðan bata
Kveðja Birna.
Birna Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 22:40
Hugsa til þín í dag elskulegastur. Gangi þér ofboðslega vel.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:51
Ég er hér á blogginu þínu í fyrsta skiptið (að ég held) .. sendi þér stuðningskveðjur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.4.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.