30.4.2008 | 12:11
Hjartaskurðaðgerð eftir helgi
Jæja góðir hálsar.
Mér líður vel eftir hjartaþræðinguna, það voru bara teknar nokkrar myndir og svo var komist að þeirri niðurstöðu að senda mig í aðgerð. Þreföld hjáveituaðgerð verður framkvæmd eftir helgina, á mánudaginn vonandi, og er ég innlagður á spítala þangað til, með fararleyfi yfir dageinn. Svona verður þetta að vera til að ég haldist í skurðröðinni, ojæja maður verður víst að vera góður sjúklingur og fara í einu og öllu eftir hjúkrunarstaffinu.
Vildi þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast svona vel með stráknum. Maður finnur vel að það eru góðir straumar á leið til manns. Eftir aðgerð hef ég gert ráðstafanir til að skrifað verði hér inn um líðan mína og framvindu mála. Takk enn og aftur og ég lofa að leyfa ykkur að fylgjast vel með. Kommentið og látið alla vini vita.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel elsku Einar minn, þú stendur þetta af þér eins og allt annað.
Ég hef þig í bænum mínum og bið alla góða vætti að vernda þig.
Lots of love..
GB
Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:58
Auðvita fylgjumst við með töffaranum. . . . þú verður í góðum höndum þarna dúlla og já auðvita ferðu eftir því sem hjúkkurnar segja. . .tíhí. . . .hlakka til að heyra í þér og slappaðu nú bara vel af yfir helgina vinur
luv
kata
Kata (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:27
Hæ Einar. Gott að þú færð loksins svör og aðgerð svo að þér líði betur. Mundu bara að guð leggur ekki meira á þig en þú ræður við.
Ég fylgist með þér og bið guð að hjálpa þér
Kv Sibba
Sigurbjörg Guðleif, 30.4.2008 kl. 17:19
Æðislegt að heyra í þér í gær- baráttustraumar úr Grafarvoginum dúllan okkar!!
Júlía og Villi (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 17:47
Blessaður Einar rétt að kvitta og óska þér alls hins besta í aðgerðinni, og góðs bata í framhaldinu, fylgist með framvindu hjá þér,
kær kveðja Ingibjörg (mamma Bjarkar)
ég á að skila allra bestu kveðjum frá Rúnari frænda þínum hér á Seyðisf.
Ingibjörg Gísla (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 01:48
Gangi þér vel ég bið góðan Guð að vera með þér
Ragga Jóns (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.