Frestun á aðgerð um einn dag.

Jæja datt í hug að láta ykkur vita að aðgerðinni var frestað um einn dag.  Það á að senda mig í hjartaómun(sónar) sem verður framkvæmd í gegnum vélindað, sem þýðir að maður fær fullt af vöðvaslakandi dópi til að maður æli ekki upp á meðan sko.  Pirrandi rannsókn, en nauðsynleg.  Þessi rannsókn ewr bara hluti undirbúnings fyrir aðaldæmið sko þannig að maður verður að þola það.

Er á lei ð á kynningu á aðgerðinni og eftirmálum hennar, en mamma og Gilli ætla að mæta til að fá vitneskju um hvernig þetta kemur til með að vera.  Svo eftir það ætla ég á rúntinn og kíkja svo á Júlíu og Villa, en þessar elskur buðu mér í mat í kvöld.

Seinna elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mín veröld

Elsku Einar gangi þér vel, þú ert efstí mínum huga þessa daganna ég fór að hugsa um liðna tíð og svoleiðis og þú hefur verið mér sem stoð og stytta í svo mörgu og ekki hætt samt að vera vinur minn þrátt fyrir allt  hehe þrjóskhausinn þinn...  ! Vonandi get ég verið þér innan handar   ef þú þarf og villt, verð hér fyrir þig núna. Vá er að verða væmin  hehe lovjú endalaust

Mín veröld, 3.5.2008 kl. 16:40

2 identicon

Hei babe.

Var einmitt að hugsa til þín. Hérna er famelýan hjá mér, og við erum að fara að flytja. Erum að mála nýja hýbílið, og merkilegt nokk, það eru páfuglar á rölti í garðinum hjá mér.  Nei ég er ekki að bulla, það eru páfuglar með alvöru fjaðrir og alles.  'otrúlegt og ég er í Færeyjum. Hehe, maður á ekki orð.

Allavega, gangi þér vel elsku vinur, ég veit að þú stendur þetta af þér.  Þu veist að lífið er annað hvort harðlífi eða drulla. Hvoru tveggja er boring fjandi.  En einhvernveginn siglum við þarna á milli, og þetta fer allt vel. Ég veit að ég á eftir að rífast við þig um trúmál og fleiri hluti oft og mörgum sinnum í viðbót.

Knús, kremjur og kreist.

GB 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband