4.5.2008 | 14:07
Undirbúningur fyrir aðgerð
Jæja gott fólk, þá er að koma að þessu, en undirbúningur fyrir aðgerðina hefst á morgun.
Þetta byrjar allt á því að ég er rakaður frá hvirfli til ilja. Verð eins og kona á leið á djammið, verð svo vel rakaður. Meira að segja þá raka þeir á manni aðra rasskinnina því það er sett járnplata undir mann í aðgerðinni til að maður fái ekki óþarfa rafmagnsstuð á meðan á aðgerðinni stendur.
Aðgerðarmorguninn hefst á sótthreinsun og svo fæ ég slakandi og morfín og þar með er ég orðinn útúr heiminum. Eins gott því þá verða tengdar margar slöngur og kranar og ég settur í öndunarvél.
Eftir aðgerðina verð ég heilann sólarhring eða meira á gjörgæslu og allt fer það eftir því hvernig mé líður. Ekki má heimsækja mig fyrir en á fimmtudaginn og þá stutt í einu, en vonandi verð ég fljótur að ná áttum og jafna mig og verð ég vonandi kominn á fullt skrið eftir viku.
Krossleggjum nú fingur, og vonum að batinn verði skjótur, því ég ætla mér að njóta sumarsins undir berum himni.
Bæ í bili.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Einar.
Gangi þér allt í haginn megi guð og gæfa vera með þér.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 4.5.2008 kl. 14:11
Hæ Einar. Vona að allt gangi vel. Þú ert greinilega heppin að eiga góða að. Guð geymi þig.
Sigurbjörg Guðleif, 4.5.2008 kl. 14:39
Sæll Einar
Ég vona að þetta gangi allt vel hjá þér og ég sendi þér góða strauma. Ég fylgist með.
Knús Gulla
Guðlaug Bára (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:20
Farnist þér sem allra best Einar. Vonandi mætir þú sem fyrst öflugur í félagsstarfið.
Bestu kveðjur,
Kristinn
Kristinn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:18
einar minn svavar á hlölla hérna, óska þér góðs gengis og vona að þú komir sem fyrst á fáir þér hlölla, lofa að setja mjöööög lítið majones:)
svavar hlöllahlúnkur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:45
Gangi þér vel í dag ást!
Vona að þú finnir hita í hvert skipti sem ég sendi þér góðar og fallegar hugsanir..
Knús og kossar
Lilja (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 09:06
Sæll Einar minn við fjölskyldan hans Heiðars Márs sendum þer okkar innilegustu kveðjur og við verðum hjá þer í huganum á morgun þú ert mikil hetja og baráttustrákur og verður ekki lengi að komast á fætur aftur það er þinn stíll . Guð veri með þer elskan. kveðja Ásdís og fjölsk.
Ásdis Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:36
Knús og kossar hlakka til að kíkja á þig eftir aðgerðina ;o)
Júlía og Villi (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.