Kata skrifar

Jæja . . . . ég heyrði í Einsa í dag, því ég hrindi niður á gjörgæslu til að fá fréttir. . . . en hann heimtaði að fá að tala við mig,  þannig að þá vitum við að hann er koma til baka þessi elska. 

Nóttin gekk ágætlega hjá honum, en hann er mjög slappur og þreyttur, enda mikið lyfjaður eftir stóra aðgerð og líkaminn undir miklu álagi hjá honum.   Hann verður á gjörgæslunni lengur en átætlað var og verður því líklega ekki sendur niður á deild fyrr en á föstudaginn.

Ég kem heim frá Dk og knúsa hann á morgun. . . og já læt kannski í friði með að kremja hann. . . tíhí. . . en það lifnaði yfir honum þegar ég sagði að ég væri á leiðinni til hans i nokkra daga.

Nú er bara að senda góða strauma á hann drenginn

Hann vil þakka öllu fallegu skilaboðin frá ykkur. . . því hann metur þau mikils :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hann er harðjaxl og hristir þetta af sér. Kær batnikveðja.

Ragnheiður , 7.5.2008 kl. 23:58

2 identicon

Hah!! Það er sko mikið batamerki að hann sé farinn að rífa kjaft og heimta.  Þannig er honum rétt lýst í góðu ástandi.  Auðvitað er hann slappur, en hann er harðari en flestir sem ég þekki, og eg veit að hann hristir þetta af sér.

Elsku Kata, viltu vera svo sæt að kyssa hann frá mér, og segja honum að ég hugsi til hans á hverjum degi, bið fyrir honum, og ég veit að fullt af mínu fólki gerir það líka.  

Sendi honum alla mína sterkustu strauma og ég veit að þetta fer allt vel hjá honum.

Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með.

Knús, kremjur og kreist.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:45

3 identicon

Sæl Kata

Viltu færa Einar okkar bestu kveðjur.  Við hugsum öll til hans og lesum upp af blogginu fyrir starfsfólkið okkar,

Margrét á Blindravinnustofunni

Margrét Blindravinnustofunni (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:35

4 identicon

Það er nú ferlegt Einsi minn að ég þurfi að senda Kötu allaleið frá danmörku með kossana mína til þín þar sem ég bý nú bara í nágrenninu he he he......

En ég tel það nú betra á meðan þetta er svona til að minka gestagang og ónæði. En það þýðir sko ekki að ég hugsi ekki til þín. Kem frekar við í næstu viku þegar allt er komið á betra ról.

 Kossar og knús Einsi minn xxxxxx og kannski dálítið kreist

Kæra Kata. Heldur þú að þú getir burðast með mína kossa líka ????

Kv B

Begga beib (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Gott að allt gengur vel. Vonum að sólin færi honum góða heilsu

Sigurbjörg Guðleif, 8.5.2008 kl. 14:18

6 identicon

Hæ Kata

Hann Einsi er svo mikill nagli hann flýgur í gegnum þetta með stæl sérstaklega þegar Katan hanns kemur flúgandi frá danmörku til að hjúkra honum.

Kata sendu koss á kallinn

Hrönn Karitas (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:53

7 identicon

Já hann er harðjaxl því verður ekki neitað :) ég skal sko burðast með alla kossana ykkar endalaust dúllur. . . ekki málið :) og ég skila til hans öllum kveðjunum ykkar

kær kveðja

Kata

kata (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband