Kata skrifar

Jæja ég er komin til landsins og fyrsta stoppið var á gjörgæsludeildinni hjá Einsa.  Hann var nú bara hress miðað við allt sem hann er búin að ganga í gegnum. Hann er ennþá tengdur í allskyns snúrur og slöngur og er svolítið lyfjaður ennþá kallinn.  En hann tók fast í höndina á mér þegar ég kom og hélt nær allan tíman, en hann var mjög þreyttur, þannig að ég stoppaði bara stutt.  Hann verður líklega fluttur niður á deild á morgun ef allt gengur vel. Hann hefur ekki fengið að setjast upp eftir aðgerðina og er ekki farin að mega borða fast fæði ennþá. Það á að láta hann prufa að setjast upp í kvöld, því það er svo vont fyrir hann að liggja svona lengi, og því getur verið rosalega áreynsla fyrir hann að hósta. En já þetta lítur ágætlega út og við vonum bara að hann verði útskrifaður af gjörgæslunni sem fyrst J

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra.  Það er ekki spurning um að hann spjarar sig.

Ég hafði nefnilega hugsað mér að draga hann til Færeyja í heimsókn einhverntímann. Hann hefur nú ekki komið hingað ennþá elsku kallinn.

Segðu honum frá mér að ég sé með 9 stykki af páfuglum í garðinum mínum, og ég er búin að nefna einn Einar. Hann er nefnilega ferlega líkur honum, fyrir utan sko .. fjaðrakústinn, kórónuna og kanski fjólubláa litinn líka.  Og þó, Einar er nú stundum fjólublár.. eða er þaggi annars

Ástarkveðja á Einsa minn,

Guðrún B. (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Mín veröld

frábært að heyra hlakka til að hitta þig  Einar minn

kveðja Björk

Mín veröld, 9.5.2008 kl. 00:43

3 identicon

Takk fyrir Kata mín að burðast með kossana mína og kreistið. Fábært að þetta gangi vel. Hlakka til að koma til þin Einar minn með ísinn sem ég lofaði

Kv B

Begga beib (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:30

4 identicon

Þetta er bara flott að heyra er búinn að hugsa mikið til þín kallinn og held áfram að senda þér ork...það verður gaman að sjá þig...heyrumt og sjáumst seinna.....

KV.fiddi 

Fiddi (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:24

5 identicon

Elsku Einar minn..

Úff hvað það er nú gott að fá fleiri fréttir af þér, sendi þér að sjálfsögðu glás af kossum knúsum alla þá ást sem þú vilt og endalaust af góðum hugsunum.. Að hugsa sér tveimur dögum fyrir aðgerð ert þú að hughreista mig elsku vinur.. það eitt sýnir og segir svo ansi margt um það hvernig manneskja þú ert. Ég veit að þú átt erfiðan bata fyrir höndum en vonandi fylgir þessu líka betri lífsgæði, því þú þarft að gera svo ansi margt og þarft góða heilsu til að koma þessum hlutum í verk. Hlakka meira en mest til að heyra í þér og sjá þig eftir nokkrar vikur.. Þú ert einstök manneskja krúttpungurinn minn.. kveðja á línun og ..

ENDALAUS ÁST TIL ÞÍN!! 

Lilja (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband