kata skrifar

Hann Einsi er búin að sýna frábæran bata í gær og í dag. Þegar ég kom til hans í gærkvöldi þá sat minn maður bara inn í setustofu eins og fínn maður, með fjarstýringuna af sjónvarpinu í hendinni :) Hjartað mitt tók kipp þegar ég sá hann þarna, ég er svo ánægð að þetta er allt að ganga upp, hann  er bara svo ótrúlega duglegur.  Já þannig að hann er komin á fætur drengurinn og þrammar um ganga deildarinnar. Það er búið að taka allar snúrur og slöngur af honum og það eina sem hann er tengdur við núna er súrefniskútur. Það er líka búið að minka verkjalyfjagjöfina hjá honum þannig að hann er aðeins skýrari í hausnum núna.

Læknirinn sem skar hann upp kom til hans í morgun og var ótrúlega ánægður með hann, hve vel hann væri að taka við sér eftir þessa erfiðu aðgerð. . . . enda náttúrulega ekki við öðru að búast. . tíhí. . .En læknirinn segir að þessi aðgerð eigi eftir að bæta lífskjör hans mjög mikið, þannig að það verður örugglega ekki langt í að Einsi fari á flug eins og honum er einum lagið :) En þetta á eftir að taka tíma,  þar til allt verðu gróið vel saman og hann getur farið í endurhæfingu, en hann er spenntur fyrir áframhaldinu og á eftir að standa sig, hef fulla trú á því :)

Ég fór með síman til hans í gær þannig að nú er hægt að ná í hann beint. . . . nú er ég að fara til hans með náttbuxur og fleira dót. . . . get ekki horft upp á töffarann svona í útjöskuðum eignum spítalana. . tíhí. . .

kveðja

kata


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara flott að heyra :)

fiddi (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Ég vona að þetti haldi áfram svona hjá honum kallinum. Sjúkrahús fötin eru heldur ekkert sérstaklega þægileg...

Sigurbjörg Guðleif, 12.5.2008 kl. 17:46

3 identicon

Glæsilegt....

kv, B

Begga beib (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:32

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Berðu karlinum mínar kæru kveðjur.

 Það var slæmt, að ég væri ekki hérna þegar þú komst en sé þig seinna..

kiss koss

Bjarni

Bjarni Kjartansson, 13.5.2008 kl. 14:54

5 identicon

Ef gengur svona vel er þá komið ca heimfaradagsetning?

Kv B

Begga beib (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband