Kata skrifar

Nú er ég komin út til Danmerkur aftur, þannig að ég er bara í símasambandi við töffarann.  En ég skildi við hann í hægindastólnum sem hann er búin að eigna sér þarna í setustofunni á deildinni. Hann er sem sagt búin að sýna ótrúlegar framfarir og þetta er allt að koma hjá honum.  Læknarnir eru að fylgjast með vökvasöfnun í kringum lungun og í fótunum hjá honum. Einnig er verið að fylgjast vel með skurðunum á fætinum á honum, því það þarf að gróa vel saman, en það getur oft verið vandamál hjá sykursjúkum.   Hann talaði um það í dag að hann fengi kannski helgarleyfi um helgina og kæmist þá aðeins út af spítalanum, enda hundleiðist honum þarna. En hann verður kannski útskrifaður í næstu viku og fer þá til mömmu sinnar, því hún ætlar að hugsa um hann í nokkrar vikur, þangað til hann fer inn á Reykjarlund í endurhæfingu.. . . . en já þetta gengur bara eins og í sögu, þetta er erfitt en það sagði enginn að þetta yrði auðvelt, en hann lætur þetta ekkert stoppa sig og er mjög jákvæður á áframhaldið,  hann verður bara að vera þolinmóður, þótt að það sé hundleiðinlegt að hanga inn á spítala 

Enda sagði læknirinn að hann væri nú eins og 8 sílendra Buick með nýja vél sem þyrfti aðeins að keyra til áður en maður færi með hann á götuna :)

Hann biður innilega að heilsa öllum þeim sem fylgjast með honum hérna og vonandi fer hann að komast í tölvu kallinn svo að hann geti farið að blogga sjálfur. . . . .það er ekki hægt að setja upp stækkunarbúnaðínn í tölvurnar á spítalanum og því kemst hann ekkert á netið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra frá þér Kata mín. Ég er svo glöð að heyra það að hann er á batavegi kallinn.  Enda bjóst ég svosem ekki við öðru.

Ég er símalaus og vitlaus, þannig að ég hef ekki hringt á hann ennþá, var að flytja og færa allt draslið, þannig að ég er ekki komin með símann í gang.  En skilaðu kveðju til hans frá mér, og segðu honum að mér þykir vænt um hann.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:47

2 identicon

Ég skal gerra það dúllan mín :)

kata (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 07:17

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gangi þér vel með loka hnykkinn á náminu þínu. 

Hlakka til að hitta þig vina.

Þakka fréttirnar af gaurnum.

mbk

BK

Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Er eitthvað mikið mál að setja upp svona stækkuanrbúnað á tölvuna fyrir hann á spítalanum??? Já gott að hann hefur það gott.

Sigurbjörg Guðleif, 15.5.2008 kl. 15:12

5 identicon

Já Sigurbjörg, þetta er víst mál.   Þetta er heldur ekki neinn smá búnaður, og ég er ekki viss um að spítalinn sé til í að borga fyrir þetta. Því miður.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Maður gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi svona aukabúnaðar fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Skrítið að spítalinn eigi eikki svona  búnað, eða hvað??

Sigurbjörg Guðleif, 16.5.2008 kl. 14:04

7 identicon

Hann er með diskinn með forritinu. . . .en starfsfólkið á deildinni nennir bara ekkert að spá í þessu og leggja sig fram við að redda þessu . . . . . þannig er nú það bara

kata (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband