22.5.2008 | 13:37
Útskrifaður....jíha
Já það segja nú margir að ég eigi níu líf, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum og ég lifi enn og alltaf jafn ánægður með lífið og fólkið í því. Kata mín á enn og aftur þakkir skilið fyrir að hlusta á röflið í mér, því sl. dagar voru orðnir verulega pirrandi, en hún tók þessu með jafn miklu jafnaðargeði og áður og kom mér á rétta braut aftur. Mamma og Heiðar Már eiga líka miklar þakkir skilið fyrir að mæta flesta dagana og reyna að halda geði mínu í góðu lagi. Kata á aðrar þakkir skildar fyrir aðstoðarritstjórastörfin í fjarveru minni og megið þið öll senda henni sérstakar kveðjur fyrir að halda ykkur inni í því sem var að gerast. Linkurinn á bloggið hennar er hér til vinstri og megið þið fara öll sem eitt og senda henni kommment svona til að peppa gelluna, þar sem hún er að klára lokasprettinn á BS ritgerði í Geislafræði, en sá sér samt fært að blogga fyrir mig og fljúga 3000 kílómetra í nokkra daga til að fylgjast með framvindu minni. Hún er hetja þessi elska og á allt það besta skilið í veröldinni.
Nú tekur bara við smá afslöppun og svo hefst rólegt endurhæfingarprógramm á spítalanum. Eftir 4-6 vikur fer ég svo væntanlega á Reykjalund til að klára endurhæfinguna, en svo kaupir maður kort á æfingastöð og heldur þjálfun rólega áfram eftir þetta allt.
Ég er bara ógó jákvæður fyrir þessu öllu og vona að þið hvetjið mig öll áfram því ekki veitir af. Þakka ykkur öllum fyirr að fylgjast svona vel
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hó minn kæri Einar. Velkominn heim
Love Beggs
Begga beib (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:42
Hei Dúlls. Til lukku með heimkomuna, það var aldrei spurning um að þú myndir hrista þetta af þér.
Já Kata er búin að standa sig frábærlega, maður gat þá allavega vitað hvað var í gangi júnó.. mar er í útlöndum og svolleðis.. Kata mín, gangi þér vel, þú getur þetta.
Bestu kveðjur á ykkur.
Hringi fljótlega.
Gunnsan.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:21
Baráttukveðjur til þín elsku Einar.
Anna Kristín (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:30
Frábært að heyra !!!! Til hamingju !!!! Er það þessvegna sem er slökt á símanum þínum?!?!?!
Heyrumst vonandi sem fyrst.
Knús og kossar
Lilja (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 23:39
Knús og kossar
Sjáumst um helgina dúlla
Júlía og Villi (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:09
Elsku Einar minn
Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum mínum frá mér en hjá mér hefur allt gengið á afturfótunum ég lofa og lofa að koma og hringja og alless....
Maður á alltaf að hafa tíma fyrir vini sína en.. eins og þú vissir elskan þá er ég búinn að lasin og það frekar mikið þannig að ég hef ekki treyst mér í bæinn..
En er að fara á morgun elskan og langar mig þá að kíkja á þig elskan... ef ég má
vona að þu fyrirgefir mér að hugsa ekkert um þig en... hugur minn var hjá þér...
Koss og knús til þín og ég hringi á þig í kvöld elskan... Farðu vel með þig..
og Kata þú átt stórt knús og Hrós skilið..
Kveðja
frá Selfossi
Helga hjalti og börn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.