Fyrsta helgin heima eftir aðgerð.

Jæja góðir hálsar.  Held að allir fatti þegar ég segi, Heima er best, því nú er ég búinn að vera heima síðan á fimmtudaginn, fyrstu nóttina hjá múttu, en sl. tvær bara hérna  heima hjá mér.  Heiðar Már er líka krypplaður eins og ég og hefur verið með mér hérna alla helgina sem hefur verið mjög gott.  Við náum allavega að drepa saman tíma, og hann hefur aðstoðað mig við smávægilega hluti og á hann þakkir skilið fyrir strákurinn.

Skringilegt en satt eru ekki miklir verkir sem sitja eftir, en maður fær svona óeirð í húð og skurðsvæði, sem gerir mann stundum alveg geðveikan.  Fötin fara þá í pirrurnar,því þau koma við húðina á manni og maður verður eirðarlaus, getur ekki setið né legið, né staðið.  Hef leyst það vandamál með því að fara bara í sturtu í klukkutíma og þá lagast þetta.  Tek svo bara svefntöflu til að sofna betur.

Skurðirnir virðast allir gróa ótrúlega vel og vonandi lagast þessir á fætinum hraðar, en þeir tóku æð úr fætinum vinstra megin, og skurðurinn er frá kúlunni á hælnum innanvert, upp á mitt læri og þessi skurður er mest að há mér í dag.  Á frekar erfitt með gang út af honum, annars væri maður meira úti í smá göngutúrum til að ná uppp þreki.

Nú er bara bið í næsta skref, sem er byrjun endurhæfingarinnar, en það verða nokkur skipti niðri á spítala, á endurhæfingardeildinni þar, svona bara til að koma manni af stað í þeim efnum.

Svo kemur vonandi að Reykjalundi í Júlí, seinnipart, og stendur sú þjálfun yfir í fjórar til sex vikur.  Eftir þá þjálfun er bara að kaupa sér kort í Classann og halda þjálfun áfram upp á eigin spýtur.

Ekki meira í bili, en munið að njóta lífsins, því þið vitið aldrei hvað getur gerst fyrir ykkur sem skerðir færni ykkar til þess að lifa því vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta á allt eftir að koma hjá þér dúllan mín. . . . .með tímanum. . . .og þolinmæðinni :), enda ertu búin að standa þig eins og hetja Einsi minn, en það var gott að þið gátuð verið saman um helgina og hjálpa hvorum öðrum þið gaurarnir tveir . . . .tíhí. . . ég ætla að njóta lífsins þegar ég er búin að skila þessari blessuðu ritgerð. . . .heng inni föst við tölvuna mína allann sólahringinn á meðan það er 25 stiga hiti og sól úti össsssssss

knús

kata

kata (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:47

2 identicon

Mikið var nú gott að heyra aðeins í þér í gær elsku vinur.. Og gott að vita af ykkur Heiðari  saman  um helgina :0) ...

Er alveg ákveðin að koma suður á föstudaginn og kem þá til þín :0)

Mússímúss knúsíknús

Love you Long Time !!! 

Lilja (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband