Loksins útskrifaður....vonandi að fullu!

Já ég var víst lagður inn aftur á mánudaginn með vatn utan á vinstra lunganu enn einu sinni, en það virðist allt farið fyrir utan smá vökva sem virðist vera skorðaður af í hólfi utan á lunganu, en er ekki nóg til að tappa af manni.  Nú fylgjast þeir bara vel með manni og vonandi kemur ekkert meira upp á og batinn getur hafist fyrir fulla alvöru.  Núna er maður bara smá þreyttur, en það mátti svo sem búast við því að það tæki nokkra mánuði að ná upp krafti aftur.  Hjartað starfar allt mjög fínt og er það góðs viti, svo nú er bara að taka vel á þolinmæðisgeninu og fara sér ekki of gratt í neinu.  Fara í göngutúra og anda að sér nóg af  fersku lofti á næstunni.

Vil þakka allann hlýhuginn í kommentum ykkar og þakka ykkur fyrir að láta ykkur málið varða.  Já Bjarni minn við rauðhálsar þurfum nú meira til að drepa okkur en eina svona aðgerð kallinn...........hehe.

Kata mín er núna á lokasprettinum í BS ritgerðinnni sinni, og finn ég það í hjarta mínu að henni á eftir að farnast vel á þessum skrifum.  Eitt er víst að hún hefur sett sitt mark á geisladeildina á LSH Hringbraut, því það mundu allir eftir henni og höfðu alllir margt gott af henni að segja.   Enda er ekki annað hægt, þar sem hér er á ferð besta vinkona mín og kona með demant í hjartastað. Ég hef legið inni á spítala nú í fim vikur tæpar og gengið upp og niður á geði.  Kata flaug heim frá DK þrátt fyrir að vera á stærsta verkefni skólagöngu sinnar til að sjá að allt færi vel hjá mér.  Hefur hlustað á þrasið og ruglið i mér undanfarnar tvær vikur, þrátt fyrir að vera alveg að detta á deadline og samt tekst henni að klára þessa ritgerð með sæmd.  Ég veit að ég get alltaf leitað til hennar fyrir kraft er minn þrýtur og vil ég fá að segja Kata ég elska þig dúllan mín fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin og fyrir að vera þarna er ég þarf á styrk að halda.

Þið hin veitið mér líka styrk, en Kata greyið þarf að taka mest af þessu á sig svo hún á stórar þakkir skilið en takk allir aðrir sem hafa verið með mér í gegnum allar mínar raunr sl. ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kata er stormsveipur.

 Kata er Ljón.

Það sk+yrir margt í hennar fari.

ÞEirsem kynnast henni, muna eftir henni, annað er einfaldlega ekki hægt.

Látu þér svo batna drengur.

Bjarni

Rauðháls á stundum

Bjarni Kjartansson, 30.5.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Æ ég vona að þú farir að ná þér elsku vinur. Knús

Sigurbjörg Guðleif, 31.5.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband