8.6.2008 | 00:52
Heil vika og enn á uppleið
Já það fer að verða liðin heil vika frá því að ég var endanlega útskrifaður af spítalanum alfarinn. Ég er búinn að vera með annann fótinn hjá mömmu sl. vikuna og á hun þakkir skilið fyrir að hafa séð vel um soninn þessa daga. Nú er ég kominn heim og verð nú að fara að feta lífið afturr á eigin spýtur. Hún Lilja vinkona ætlar þó að fylgjast með mérr í nokkra daga frá og með morgundeginum til að fullvissa alla um að ég sé orðinn nokkuð góður. Nú er bara að njóta sólarinnar sem búið er að spá næstu vikuna, svona á milli heimsókna á göngudeildina og í umbúðaskipti á heilsugæslunni.
Nú, það næsta hjá mér er að skreppa í starfsmannaferð þann 19. á Höfn í Hornafirði, svo ætla ég að skreppa í útskriftina hennar Kötu í Danmörku þann 25. júní. Ég býð líka eftir að heyra hvenær ég fer á Reykjalund. Mig er farið að hlakka til að fara að taka á í upppbyggingu á sál og líkama því maður finnur að maður þarf á því að halda núna. En í millitíðinni ætla ég að taka því rólega og njóta lífsins, ferðast aðeins og reyna að tana mig í rusl ef mögulegt er.
Mér líður frábærlega fyrir utan nokkur þreytuköst sem virðast sækja á mig á seinni hluta dags, en fyrir utan það er ég alveg að finna að orkan er öll á hraðri uppleið og sálarþrekið allt að falla á jákvæða ferlið eftir smá vonleysi og svartsýni þarna um hríð.
Endilega látið í ykkur heyra, í kommentum, í síma, eða dropiið í heimsókn ef þið nennið því ég verð mikið heima uppp á næstuna elskurnar.
p.s. Ég hef ekki reykt í fimm vikur, en þessi mynd er tekin af mér dagana fyrir aðgerðina og er hún ein af þeim myndum sem ég ætla að styðjast við til að halda mér frá reykingum. Aðrar myndir sem ég styðst við sem forvarnir munu verða sýndar hérna svona á næstunni, eins og myndirnar af gjörgææslunni tveim dögum eftir aðgerð. Ekki fallegar myndir en munu þó hafa mikil áhrif sem forvön fyrir mig því eftir svona mikinn sársauka, þ.e hjartaaðgerð, þá vill maður helst ekki falla í sama farið. Ekkert reykt í fimm vikur og stoltur af sjálfum mér, vona að þið styðjið mig í þessu.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ
Sorry það var ekkert úr í kaffiboðinu. Ég var sko í veislum alla heila helgina.
heyri í þér seinna í dag
love Begga
Begga beib (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:54
Gott mál þetta með reykingarnar . . . kannski fer maður eftir þínum ráðum. . tíhí. . . og hendir pakkanum :) þetta er frábært hjá þér dúllan mín. . . .þú verður bara að skrá þig í marathonið að ári. . . tíhí. . . hlakka ti lað sjá þig :)
knús
kata
kata (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:26
Já Helena það er alveg rétt hjá þér að maður á að sjálfsögðu að fara sér hægt í þessu, trúðu því að það hefur verið minn stærsti höfuðverkur að ég fer of hratt af stað en ég er að læra.......sólin hjálpar til, því þá liggur maður með tærnar upp í loft.
Þakka ykkur öllum góð orð.
Einar Lee, 9.6.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.