Dómarar fylgjandi barsmíðum á konum

Þetta er ekki fyrsti eða síðasti fáránlegi  dómur sem fellur í máli karlmanns sem lemur konuna sína í klessu.  Um daginn kom kona í fréttir út af alveg eins máli og maðurinn fékk engan dóm og borga hálfa milljón í skaðabætur.  Og svo fá menn eins og Geiri á Goldfinger dæmdar milljónir í miskabætur af því að talað var illa um hann.  Þetta land fer að lykta illa af pervertum á dómarastólum sem dæma menn fyrir kókaíninnflutning í tíu ára fangelsi, en barnaníðingar og menn sem lemja konur sínar fá litla sem enga dóma.

Hann fór í meðferð og því fær hann lækkun á dómi.  Það skal enginn segja mér að hann sé að gera þetta í fyrsta sinn og bara af því hann var fullur.  Ég hef þekkt svona menn og þeir eru litlir kallar, haldnir minnimáttarkennd gagnvart konum og þurfa að berja þær til að sýna þeim hver ræður.  Sveiattann á þetta perverta dómaralið sem greinilega eru hliðhollir barsmíðum á konum og barnaníðslu á miðað við fallna dóma.

Einn bálvondur mannúðarsinni sem trúir því að svona menn eigi að skjóta og senda fjölskyldunni kúlureikninginn og þá gerir hann þetta aldrei aftur.  Bless

 


mbl.is Réðist á sambýliskonu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alveg ótrúleg hversu lengi þetta hefur viðgengist og er að viðgangast að ekki bara umbera heldur næstum ,,hvetja til" ofbeldis með svona fáránlegum dómum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.6.2008 kl. 22:24

2 identicon

Ég er svo innilega sammála, ég á bara ekki til orð yfir þessu, ég get ekki skilið af hverju þessir dómarar eru að "LEYFA" og hvetja að svona hryllingur viðgangist inn á veggjum heimilisins. Ég er búin að lesa yfir dóminn sem er birtur á heimasíðu norðurlands eystra og ég bara á ekki til orð. Vesalings konan var laminn til óbóta, vakinn upp um miðja nótt og á meðan á öllu þessu stóð voru drengirnir hans sofandi inn i húsinu. . . . .maður sér svo rosalega eftir þessu og fór í meðferð. . . og hvað ?????? dóminum er breytt í skilorðsbundinn dóm út af því hann fór í áfengismeðferð . . . hvað erum við að tala um hérna, getur maðurinn bara farið í meðferð eftir svona hrottalega árás á konuna sína og sagt I´m sorry !!! og þá á allt að vera í gúddí. . . .hvað gengur á þarna ????? Svo eru henni dæmdar nokkurhundruð þúsund í miskabætur. . . .sem kannski duga fyrir sálfræðiaðstoð sem hún þarf örugglega á að halda í framtíðinni. . . . vona bara að þessi kona nái sér af þessu áfalli og geti haldið áfram með lífið sitt, laus við þennann óskapnað.

Það er bara komin tími til að dómarar þessa lands vakni og horfist í augu við þann veruleika að heimilisofbeldi er ekki lengur tabú. . . . sem er læst innan dyra heimilisins . . .það á að taka á þessu hörðum höndum !!!

Kata (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband