Lífið tekur á sig vanalega mynd

Já mikið var ég feginn að vakna í morgun, því ég var á leið í vinnu í fyrsta sinn í tæpa 3 mánuði.  Get ekki sagt ykkur hversu feginn maður er að komast aftur til vinnu eftir svona langa fráveru, og tíma þar sem maður hefur ekkert gert, nema jú auðvitað að ná sér, en þið vitið hvað ég á við.  Fyrsti dagurinn var rólegur, en það eru frekar margir hjá okkur í sumarfríi og því lítið í gangi, en það er fínt því þá getur maður komið sér rólega af stað.

Annars er allt fínt að frétta af mér.  Lenti að vísu í örstuttri heimsókn inná spítala í gær, en var hleypt heim eftir hádegið með þau skilaboð að ekkert væri hægt að gera, en ég er enn með smá vökva utan á öðru lunganu sem menn vilja að fari að sjálfu sér.  Þetta er að hrjá mig smá, öðru hvoru, en lítið að gera en að taka sterk verkjalyf eða þola þetta, því þetta tekur marga mánuði að fara.  Held ég þoli þetta, því sterk verkjalyf eru ekki góð fyrir mann heldur.

Meira seinna, en þangað til,,,,, farið vel með ykkur og elskið lífið og hvort annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Gott að heyra að lífið er að taka á sig sinn vanagang og fyrsti vinnudagurinn að baki. Nú er bara að taka einn dag í einu, vera jákvæður  og þá á þetta eftir að ganag eins og í sögu hjá þér Einar..

Kveðja,
Kristinn

Kristinn Halldór Einarsson, 23.7.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband