11.1.2009 | 00:37
Nýrun að feila.
Jæja gott fólk, nú fer ég að blogga meira og hraðar til að leyfa ykkur öllum að fá að vita hvað er að gerast í mínu lífi svo ég þurfi ekki að útskýra það oft. Nú er komið að því að blóðhreinsun vegna nýrnabilunar fer að hefjast því nýrun á mér eru alveg að gefa sig. Já það er rétt, enn ein sjúkrasagan að byrja hjá mer og fólk er farið að velta fyrir sér hvort ég sé ekki orðinn þreyttur á þessu. Svarið er jú. Þessu má alveg fara að linna fyrir mér sko. Nú er ég búinn að fá blóðtappa og lamast, búinn að fara í hjartaaðgerð og missa sjónina og nú eru nýrun ónýt, en ég stend ennþá, kannski frekar líkamlega lúinn, en stend ennþá.
Er núna bara að bíða eftir enn einni innlögninni til að hefa hreinsunarferlið. Þetta verður langt ferli sem endar vonandi með farsælli nýrnaígræðslu seinna á árinu(vonandi sem fyrst).
Læt ykkur vita er ég veit meira, þangað til megið þið hafa mig með í hugsunum ykkar.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku kallinn minn. . . . .lífið er stundum svo ósanngjarnt og það er svo misjafnt hve mikið er lagt á suma. . . . en þú kemst í gegnum þetta með stuðningi ástvina þinna dúllan mín eins og svo oft áður, þú ert ofarlega í huga okkar allra og veist að þú getur alltaf leitað til okkar svona eins og við höfum alltaf getað leitað til þín. . . . . .knús til þín. . . .ég vildi að ég gæti verið hjá þér. . . .but I´m just a phone call away honey. . . .dag og nótt :) og vonandi líður þér betur í dag og kemstu sem fyrst út af sjúkrahúsinu dúlla
knús
kata
katrín Björg (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:59
Vonandi reddast þetta allt saman og þú færð bata.
Hefur sýnt þrautsegju og því ekki tími til að hætta við og fara að væla--það er ekki þinn stíll.
Með bestu batakveðjum
Miðbæja´rihaldið
Old fart
Bjarni Kjartansson, 13.1.2009 kl. 14:56
Takk fyrir stuðninginn elskurnar. Nei það er ekki minn taktur að væla------nú er bara verkefni framundan og við tökumst á við það með stæl Bjarni minn og Kata. Enda ekki þekkt fyrir annað en seiglu í þessu lífi
Einar Lee, 14.1.2009 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.