Kominn heim

Jæja þá er maður kominn aftur á klakann eftir mjög vel heppnaða ferð til Los Angeles.  Við komum þangað á laugardegi og tókum því bara rólega fyrsta daginn en á mánudeginum fórum við að túrhestast og fórum í skoðunarferð um borgina.  Það var skemmtileg ferð sem tók nokkra klukkutíma í rútu og gaf manni góða mynd af borginni.  Fórum svo á miðvikudeginum í Sea World í San Diego og eyddum öllum deginum þar.  Sáum háhyrningasýningu, hákarla og höfrungasýningu.  Enduðum sólbrunnin í meira lagi eftir daginn, en þetta var heitasti daguinn, um 32°C yfir hádaginn.  Svo var ráðstefnan og sýningin dagana á eftir og var það fróðlegt að venju.

Á laugardegi, viku eftir að við komum, fórum við svo til Helgu frænku okkar Kötu, en hún býr í Van Nuys í San Fernando dalnum í L.A.  Vorum hjá henni í góðu yfirlæti fram á fimmtudag, og skutlaði þessi elska okkur út um allt þessa daga.  Komum heim á föstudagskvöldið þreytt en ánægð með ferðina.

Meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband