10.8.2011 | 05:34
Lífið erfiðara með hverjum degi.
Í dag markar heilt ár síðan ég komst inn á líffæragjafarlista í bið eftir nýra, og 2 og hálft ár síðan ég varð fyrir algerri nýrnabilun. Ég hélt að þegar ég kæmist inn á listann yrði nú ekki langur tími þar til ég yrði betri en svei mér þá þá held ég nú að þetta gerist aldrei. Það er ekki hægt að ímynda sér sálarlimbóið sem fylgir því að vera á líffæralista. Maður er að bíða eftir símtali sem gæti komið hvenær sem er.....nú eða aldrei!! Við hvern dag sem líður minnkar von manns um að símtalið komi, svo ekki sé nú talað um hversu mikið líkamlegri heilsu og andlegri líðan manns hrakar líka á sama tíma. Ég hef nú í heild verið að berjast fyrir lífi mínu í hartnær áratug. Eftir sjónmissi, lömun eftir heilablóðtappa og stóra hjartaaðgerð eftir hjartabilun, og allt það sem hefur fylgt því að endurhæfa sig eftir þessu miklu kvilla, þá finn ég sjálfan mig oft hugsa þessa dagana hversu lengi þoli ég þetta álag lengur? Ég er þreyttur alla daga, og þá meina ég ekki þannig þreyttur að ég geti lagt mig og jafnað mig ´þreytunni, heldur þannig þreyttur að mann langar ekki framúr. Líkaminn á mér er að gefast upp að því er virðist vera í rólegheitum og finn ég það með hverjum degi sem líuðr hversu mikil orka rennur frá mér daglega. Mikið er ég orðinnn þreyttur á að vera svona þreyttur oger ég farinn að missa vonina á því að losna við þessa miklu líkamlegu þreytu......sem aftur er farin að skapa andlega þreytu líka.
Margir í kringum mann velta því væntanlega fyrir sér hvernig manni líður og ég er oft ekkki sá besti í að lýsa tilfinningum mínum, en mér líður orðið illa í alla staði. Það er erfitt að biðja um hjálp því það vita fáir hvað þeir eiga að segja við mann. Og svo þarf maður að takast á við daglegt líf líka Er farinn að skilja alla þá sem þjást a langtímasjukdómum vel þegar þeir segja að þeir séu að gefast upp. Andleg og líkamleg vanlíðan til margra ára og svo bætist við daglegt líf, fjárhagsáhyggjur og að reyna að halda sér uppi félagslega við einnig. En maður gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana þrátt fyrir allt þetta og vonast til betri dags á morgun. Biðjið fyrir mér og öllum þeim sem þjást af lífshættulegum sjúkdómum, því það að fara fram úr á morqgnana er ein mesta þolraun sem við flest upplifum.
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Einar minn.
Þú stendur þig eins og hetja elsku dúllan mín, en ég veit hvernig það er að vera veikur (reyndar er ég svo lánsöm að vera ekki lífshættulega veik) og með stöðuga verki, það dregur mann verulega niður andlega og líkamlega.
En haltu áfram að standa þig svona vel elsku Einar minn, þú ert hetja.
Magga (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 12:29
Takk fyrir það Magga. Já það tekur oft meira á að lifa við stöðuga þreytu og verki, það fer verst með andlegu líðanina, en ég reyni eftir bestu getu að vera jákvæður og reyni mitt besta að bugast ekki.
Einar Lee, 10.8.2011 kl. 13:29
Elsku Einar minn ég veit hversu erfitt þetta er líkamlega og andlega og þú verður að muna hvað þú ert mikil hetja og vera jákvæður.Þetta símtal kem,bara vonum sem fyrst.En þú hefur líka allan rétt á að vera þungur stundum og langa að gefast upp,annað er ekki mannlegt.Vona að þú vitir að ég er alltaf til staðar fyrir þig ef þig vantar að tala Einar minn
Haltu áfram að berjast eins hetjulega og þú hefur gert í öll þessi ár,árangurinn kemur fyrr eða síðar og þá verðuru svo stoltur af sjálfum þér eins og við sem þekkjum þig nú þegar erum.
Knús og kram á þig með von um að þér líði betur á morgun
Eva Rán (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 17:49
Takk Eva mín, veit af þér við símann sko, en skrifaði þennan svo seint að enginn var vakandi til að tala sko......bloggið hjálpar manni stundum að viðra vandann og já mér líður betur í dag ;)
Einar Lee, 10.8.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.