Vökvainntaka nýrnasjúklinga.

Erfiður dagur að baki vegna vökvamagnsins sem ég má innbyrða á tveim dögum sem líða milli þeirra daga sem ég fer í blóðskiljun/hreinsun.  Það er þannig , ef þið vissuð það ekki, að maður hættir nær því að pissa þegar maður lendir í nýrnabilun og þarf því að fylgjast með vökvainntöku, og er það nærri lagi að við megum ekki innbyrða meira ein einn og hálfan líter á dag af vökva.  Mörg ykkar koma nú til með að segja að þetta sé lítið mál, en hugsið út í þetta.  Þetta er allur vökvinn sem þið megið innbyrða!!  þar með talið kaffi, vatnið sem þið skolið með eftir tannburstun og svo framve gis.  Á heitum degi eins og í dag og auk þess leið mér illa í maganum reynist þetta kvöl og pína og ég er kominn yfir á vökvanum og útblásinn eins og hvalur og líður því enn ver!!!  Þegar nýrun bila þarf maður að breyta öllu, matarræðið einfaldast verulega því nýrun geta ekki unnið úr sumum efnum, vökvainntaka minnkar og síðast en eki síst fewr úr þér allt þol og orka til að gera neitt.......maður spyr sig oft hvort það sé þess virði að standa í þessu skiljunardóti lengur því manni líður heldur ekki voða vel af því.  Lífsgæðin eru að verða voða rýr!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband