Loksins fékk banki sitt!!

Það var mikið að banki var tekinn í bakaríið af neytanda.  Það er ekki eins og bankarnir taki ekki neytendur í bakaríið á hverjum degi með okurvöxtum, alls kyns þjónustugjöldum og fl.  Held að það megi með sanni taka hattinn ofan fyrir þeim manni sem lét ekki bjóða sér neina vitleysu og fór bara í mál við bankann.  Fleiri neytendur eiga að taka þennan mann til fyrirmyndar og láta bankana ekki komast upp með neina vitleysu.  Það eru jú íslenskir neytendur sem borga algerlega fyrir rekstur bankanna, með yfir fimm millörðum sem við greiðum árlega í þjónustugjöld.
mbl.is Fær að halda ofgreiddum launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verðbólgan sem skapar þessa okurvexti en ekki viðskiptabankarnir. Þeir eru einungis að fara að tilmælum Seðlabankans. Stýrivextir Seðlabankans er eina tólið sem hann hefur til að hafa hemil á verðbólgunni.

Það er líka hægt að sjá góða kosti við þessa okurvexti. Vissulega eru yfirdráttarvextir ansi háir en innlánsvextir eru einnig mjög hagstæðir. Hjá Landsbankanum er hægt að fá 12,5% vexti á óbundnum og óverðtryggðum vaxtareikningi. Það er ekki slæmur kostur að ávaxta spariféið sitt þannig.

Fólk getur endalaust vælt yfir okurvöxtum bankanna en það er í raun undir okkur sjálfum komið hvort þetta ástand vinnur okkur í hag eða óhag.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Einar  Lee

Spurning hvort þetta sé altaf við neytendur eða hvort þetta sé spurning um of lítið hagkerfi rekið áfram af einstefnuhugsjón um lítinn gjaldmikiðl sem er óstabíll.

Einar Lee, 14.9.2007 kl. 14:57

3 Smámynd: Sigurjón

Ég fæ ekki séð á fréttinni að hann hafi kært bankann, heldur hafi bankinn kært hann og tapað.

Svo eru þjónustugjöld bankanna alls ekki há hér á landi.  Raunar ein þau læxtu sem þekkjast í hinum vestræna heimi.

Ég líka efast um að ástandið væri betra þó við notuðum Evru. 

Sigurjón, 14.9.2007 kl. 15:04

4 Smámynd: Einar  Lee

Misskilningur hjá mér en það er kannski ekki málið hver kærði hvern.....það er þó eitt sem víst er að eitthvað verður undan að láta....það er ekki rétt að þjónustugjöld bankanna séu þau lægstu hér á miðað við önnur vestræn lönd.  Hér eru með hæstu gjöldum sem ég hef séð á færslum og hef ekki enn séð svo há gjöld fyrir millifærslur.   Pg nefna má líka seðilgjöld sem eru algert einsdæmi hér.

Einar Lee, 14.9.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 512

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband