Fólk að versla er alveg sjónlaust

Ég var að koma úr Kringlunni sem er ekk i frásögur færandi nema þá ef vera skyldi fyrir þá staðreynd að ég lenti enn einu sinni í því að hvíti stafurinn minn var brotinn af manneskju sem sá ekki lengra en fram fyrir nefið á sér þar sem hún var að versla. 

Staðreyndin er sú að Íslendingar upp til hópa virðast missa allt sjónskyn þegar þeir fara að versla.  Hér kem ég, blindur maðurinn og sveifla staf fram og til baka, en það virðist vera að fyrir utan það að vera blindur hafi ég orðið ósýnilegur við að missa sjón.  Kannski að það ætti að fara að úthluta öllum Íslendingum hvítann staf til nota er þeir fara í verslunarleiðangur í Kringluna eða hvert sem éer.  Núna Gerðist þeta þannig að manneskjan sem braut stafinn minn var að horfa á mig og labbaði beint á stafinn minn og varð fúl út í mig fyrir að vera að leika mér með prik í Kringlunni.....jahérna kannski blindir og sjónskertir eigi bara að halda sig heima.

Svo er það hinn hópurinn sem er grátbroslegt að fylgjast með og það er sá hópur sem virðist vera kominn ídýragarð þegar það sér manneskju með hvítann staf, glápir og glápir eins og maður sé hluti af útdauðum lífverum jarðar og segir svo æ æ greyið sér ekkert, eins og maður sé líka heyrnarlaus......hehehe ef þetta fólk æbara fattaði það að allir eiga við sín vandamál að stríða þá léti það varla svona.   Væri kannski sniðugt að fara að glápa á fólk með sítt hár og segja svo æ æ greyið er með sítt hár eða æ æ greyið manneskjan að vera í skóm númer 43 og hún er bara 160 cm.

Varð bara að koma þessu frá mér því ég held að þetta sé ein af spaugilegu hliðum þess að sjá ill.  Fólk skilur kannski bara ekki að það er ekkert að mér, ég sé bara verr en aðrir, er í fullu starfi við tölvur, spila smá golf veiði o.fl.  Ég er ekki hluti af milljón ára risaeðlum sko.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég var einmitt að tala um fatlaða við vinkonu mín í símanum þegar ég las þetta, og ég las fyrir hana söguna þína í kringlunni og þetta var nú bara til að sanna það mál sem ég var að segja að væri að ske í þessum málum og hvað fólk er að flýta sér .

Ásta María H Jensen, 15.9.2007 kl. 18:11

2 Smámynd: Einar  Lee

Það er einmitt málið, flýta sér hægar og uppgötva lífið og aðra í því.

Einar Lee, 15.9.2007 kl. 18:25

3 identicon

BRAUT HÚN STAFINN OG SKAMMAÐI ÞIG FYRIR AÐ LEIKA ÞÉR MEÐ PRIK ????  WTF ???  hvað er að svona fólki. Sjálfselskir, heimskir hálvitar.  FUSSUMSVEI.

Sorry mér fannst þetta ekkert fyndið, ég varð brjáluð  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 517

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband