18.9.2007 | 09:42
Enn ein spá um lækkun fasteignaverðs.
Það er nokkuð merkilegt að heyra svona kannanir. Á sl. árum hefur það ósjaldan gerst að einhver greiningardeild einhvers banka sem kemur með svona spá og viti menn, húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu hámarki og engin spáin hefur gengið eftir. Maður fer svona að taka þessu eins og veðurspánni, ef það spáir rigningu, þá verður sól, ef það spáir lækkun, þá hækkar verð enn frekar.
Getur verið að Ísland sé eitt af fáum löndum þar sem offramboð á íbúðum gerir það að verkum að verð á þeim hækki. Annarsstaðar hefði maður séð lækkun á verði, en ekki hér, neeeeiiiii! Einhvern veginn tekst einhverjum alltaf að sannfæra þjóðina um að nú sé hagstætt að kaupa, þó staðreyndin sé allt önnur. Ungt fólk í dag sér ekki fram á að geta keypt húsnæði fyrr en um þrítugt og Guð hjálpi þeim sem leigja og búa einir. Þeir fá aldrei tækifæri á að kaupa íbúð á miðað við núverandi ástand. Ekki nema til komi lottóvinningur, eða ofurlaun bankastjóra(sem teljast ólíklegri en lottóvinningur fyrir flesta)
Ég spyr bara, hvert er þetta land að stefna?
Landsbankinn spáir viðsnúningi í verðþróun á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til andskotans. . .ríkari verða bara ríkari og þeir sem eru það ekki festast í einhverri gildru sem eins og þú segir er ekki hægt að komast upp úr nema með lottóvinningi. . . og það fyndna er að það er öllum drullusama og þjóðfélagið keyrir bara áfram á 200 km/klst og enginn segir eða gerir neitt. . . . annars væri ekki verið að leigja þessar drullukompur á 150.000 kall á mánuði
kata (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 10:16
Það þarf allsherjar hugarfrsbreytingu á landann og við litla fólkið þurfum að rísa saman upp og hætta að láta bjóða okkur þessa vitleysu. Við fáum engu breytt nema rísa upp og mótmæla öll sem eitt
Einar Lee, 18.9.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.