Uppræting glæpa og vændis

Hér kemur frétt sem mér er að skapi.  Þarna er klárlega fyrsta skrefið í að uppræta glæpi og vonandi vændi því ég get ekki fallist á það að fólk stundi vændi af fúsum og frjálsum vilja, þó það kallist löglegt og fólkið haf stéttarfélag.

Yfirvöld í Hollandi ættu að taka skrefið til fulls og banna vændi og dóp með öllu, þó það geti haft ágrif á ferðamannastrauminn, þá er þetta ógeðslegt að hafa þetta  bara löglegt og vona hið besta


mbl.is Rauða hverfinu í Amsterdam breytt í verslanir og íbúðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir sem ég þekki vinna vegna þess að þeir þurfa á peningunum að halda, breytir engu hvort viðkomandi er á kassa í Bónus eða í vændinu. Því miður þurfa flestir að vinna við eitthvað sem þeim finnst ekki skemmtilegt, en svona er kaldur raunveruleikinn.

Alltaf sorglegt þegar siðferðissnobb taka atvinnu af fólki með valdi, ég lýt nú frekar á það sem ofbeldi. Þó að mannsal sé raunin þá er það einföld staðreynd að sumir kjósa að vinna við þetta af fúsum og frjálsum vilja. Ekki bönnum við skóframleiðslu vegna þess að stundum er notað barnaþrælkun í það, við berjumst bara beint gegn þrælkuninni. Þegar kemur að vændinu eigum við að fara sömu leið, berjumst gegn mannsali en ekki vændi almennt. 

Geiri (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 03:20

2 Smámynd: Einar  Lee

Það er hálffurðulegur hugsunargangur í þ´nu höfði kæri Gæri.  Mér finnst ekki rétt að nota börn til að  gera skó í þrælkunarvinnu, en ég er að reyna að skilja hvaðan þú hefur ær upplýsingar að flestir sem stunda vændi geri það bara svona af fúsum og frjálsum vilja, bara eins og þawð sé bara fínt djobb.  Ég held að þú ættir að skoða staðreyndirnar betur.  Þó að örfáar konur geri þetta af fúsum vilja, þa er samkvæmt könnunum stærstur hluti þeirra sem gerir þetta af íllri nauðsyn, eða af því þær voruteknar mannsali.  Held við ættum að banna vændi með öllu þar sem þetta er niðurlæging fyrir þann sem stundar þetta.  Óvirðing við manneskju er að kaupa af henni vændi og halda að þú sért með hreina samvisku.

Einar Lee, 21.9.2007 kl. 08:12

3 identicon

Ég get ekki ýmindað mér að manneskja sem hefur t.d. læknispróf eða gráðu frá háskóla í sínu heimalandi .. skelli sér til útlanda til þess að selja líkama sinn, sem strippari eða hóra. Neyðin kennir naktri konu að spinna er sagt .. Ætli það séu ekki þjóðfélagslegar ástæður þarna á bakvið, síðan er auðvitað sá hópur kvenna sem hafa verið fengið fögur loforð um ágætis vinnu og eru síðan neyddar til að sofa hjá allt að 30-40 karlmönnum á dag. Við þurfum ekki einu sinni að fara til Hollands til að sjá svoleiðis dæmi, Svíþjóð og Danmörk koma strax upp í hugann.

Þetta með skó framleiðsluna .. Ég veit ekki betur en það sé til samtök sem hvetja fólk til að sniðganga fyrirtæki eins og Nike einmitt vegna þessa. Enda er það ekkert eðlilegt að barn vinni 10 tíma vinnudag og fái fimm cent fyrir á meðan fyrirtækið græðir kannski eittþúsund dollara fyrir vinnuframlag barnsins. 

Ég get allavegna staðfest það sem kona að ég myndi frekar safna dósum, en að selja líkama minn og sálu. 

Lilja (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:53

4 identicon

Það eru margar mismunandi ástæður fyrir því að konur selji sig. Það eru til mörg dæmi þess að konur hafi gert þetta vegna þess að þær græddu á því og þeim fannst þetta gaman.  Ég held að það sé ekki hægt að alhæfa það að menntaðar konur fari ekki í svona.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 10:14

5 identicon

Þetta var ekki alhæfing sagði bara að ég gæti ekki ýmindað mér að þær gerðu það sér til gamans.

Ég horfði á þátt ekki fyrir svo löngu í sjónvarpinu þar sem sagt var frá yfirstéttar mellu frá Englandi, hún gat sannfært sjálfa sig í nokkuð mörg ár um að hún hefði það mjög gott og gaman af vinnunni sinni. Gat ferðast um allann heiminn og átti nóg af peningum, síðan ætlaði hún að hætta. Komst þá að því að hún var orðin háð peningunum .. hún ströglaði við að koma sér út úr þessu en á endanum tókst henni það. Þegar viðtalið var tekið hafði hún verið hætt í bransanum í e-hver ár .. Hún sagðist ennþá eiga langt í land með að byggja upp á sér sálina.

Ég get skilið það að þú eða ég eða e-hverjar aðrar konur fái eitthvað smotterí út úr því að fara heim með karlmanni sem þær þekkja varla og sofa hjá honum.. Ég get aftur á móti ekki ýmindað mér að ég fengi eitthvað út úr kynlífi með manni sem mér finndist kannski ógeðslega ljótur og illa lyktandi .. En afþví að ég væri hóra þá yrði ég að standa við það sem ég væri að selja.

stal þessu af vef stígamóta ..

Tengslin á milli kynferðisofbeldis og vændis eru ekki augljós.  Það er fyrst og fremst það fólk sem til okkar hefur leitað í gegnum árin og sem stundað hefur vændi sem hefur kennt okkur Stígamótakonum hvert samhengið er.  Það fólk hefur ekki bara frætt okkur,  heldur þjóðina alla og til marks um það má nefna að mikilvægustu vitnin í vændisskýrslu dómsmálaráðherra (sem birt var í mars 2001) komu frá Stígamótum.

Saga íslenskra vændiskvenna og karla er oft keimlík. Þau hafa verið beitt kynferðisofbeldi í æsku, hafa svo leiðst útí fíkniefnaneyslu sem síðan hefur verið fjármögnuð með vændi. Þau sem til okkar hafa komið eiga það flest sameiginlegt að auki að hafa komið sér útúr fíkniefnaneyslunni og þar með vændinu. Aðgöngumiði þeirra að Stígamótum hefur verið kynferðisofbeldið í æsku og oftast hefur vændissagan komið í ljós löngu síðar. aðgöngumiðinn getur þó líka verið vændi.

Líðan þessa fólks, bæði karla og kvenna yfir vændinu hefur verið skelfileg.  Ofbeldið og auðmýkingin hefur varla verið til þess að afbera.  Bæði þeir sem leyfa sér að selja kynlífsþjónustu annars fólks og þeir sem leyfa sér að kaupa aðgang að líkama annarra eru að misnota fólk sem þykir það ekki eiga val um annað en að selja sig.

Ég held að það sé mikill sannleikur í þessu. 

konur sem hafa náð sér í góða menntun en kjósa samt að selja líkama sinn, hljóta að vera skaddaðar andlega og ekki með neina sjálfsýmind. En hey þessi orð er skrifuð af konu sem myndi aldrei selja sig svo hvað veit ég? 

Lilja (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 10:44

6 Smámynd: Einar  Lee

Stend með Lilju á hennar skoðun.  Mér finnst vændi frekar ljót iðja og kannski hafa einhverjar konur gaman af þessu í e-hvern tíma, en svo getur maður kannski ekki dæmt neitt um þetta sjálfur, þar sem maður þekkir ekki þær aðstæður sem þarna um ræðir.

Einar Lee, 21.9.2007 kl. 10:51

7 identicon

persónulega myndi ég ALDREI  gera þetta, og ég er ekki ein af þessum konum sem stunda one night stand.. finnst það frekar fráhrindandi.  Og annað, hversu margar íslenskar konur sem og erlendar stunda vændi frítt ??  anskoti margar, þær sem fara heim með mismundi rekkjufélögum helgi eftir helgi. Fínt fyrir þessa stráka, fá á broddinn... borga ekki krónu ... og finna svo aðra gellu sem er auðfús til verka.  Nú það má líka færa rök fyrir því að karlhórur séu á hverju strái, þar sem þeir eru líka til í að þjóna frítt. 

Vesalingar.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 11:36

8 identicon

hahahahahahahahah góð þessi lokaorð

Lilja (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:52

9 identicon

"en ég er að reyna að skilja hvaðan þú hefur ær upplýsingar að flestir sem stunda vændi geri það bara svona af fúsum og frjálsum vilja"

Ég sagði sumir en ekki flestir. En í raun breytir engu hver hlutföllin eru, þó að flestir séu óánægður þá réttlætir það ekki að leggja niður atvinnuna. Það er fullt af löglegum starfsgreinum þar sem meirihluti starfsmanna eru óánægðir og mæta einfaldlega vegna þess að þeir eru í fjárhagslegri neyð. Ef þú veist hvar ómenntaðar konur (og karlar) geta fengið hálfa milljón á mánuði útborgað þá skaltu endilega benda þeim á það, eða viltu kannski að ríkið borgi þeim slíka fjárhæð? Venjulegur lífeyrir dugar varla til þess að halda uppi neyslu eða safna fyrir háskólanámi. Þó að starfsmaður sé óánægður í starfi þá réttlætir það ekki að ríkisvaldið taki það af viðkomandi með valdi, hann gerir þetta af fúsum og frjálsum vilja og það er lykilatriðið. Og veistu það er jafnvel til fólk sem hefur gaman af þessu starfi, þó það sé kannski erfitt fyrir þig að setja þig í þau spor. Hjá sumum er þetta jafnvel fetish og fá kynferðislegt kick með því að láta nota sig.

"Ég held að þú ættir að skoða staðreyndirnar betur."


Ég hef persónulega reynslu af svona starfsemi, vegur það ekki meira en að fletta upp einhverjum tölfræðum feminista og öðrum hagsmunaaðilum?

"Held við ættum að banna vændi með öllu þar sem þetta er niðurlæging fyrir þann sem stundar þetta."

Ef viðkomandi er sáttur við að láta niðurlægja sig þá verður bara að hafa það. Auk þess er flestum í þessum bransa örugglega drullusama hvort það sé löglegt eða ekki. Eina sem bannið gerir er að ýta starfseminni niður í undirheimana og gerir starfið ennþá verra og eykur áhættu.

Vændi hefur alltaf verið til og mun alltaf fylgja mannskepnunni, sættu þig við það. 

Geiri (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:49

10 identicon

P.s. Þetta með framhaldsmenntun... Er líklegt að einstaklingur með háskólagráðu fari að vinna á kassa í Bónus?

Geiri (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:50

11 Smámynd: Einar  Lee

Mér finnst svona eins og þú sét að reyna að réttlæta fyrir sjálfum þér að það sé í lagi að niðurlægja annað fólk, ef það vill það sjálft.  hvernig er hægt að vera svo heimskur að bera saman vændi og aðrar starfsstéttir, þar sem fólk er einfaldlega leitt á vinnunni og hefurw kost á að fara í annað.  Með vændinu verður alltaf meirihlutinn sem er að vinna við þetta í ánauð, og það réttlætir ekki að lögleiða stéttina bara til að friða samvisku manna sem eru fylgjandi vændi svo lengi sem þeir þrfa ekki að stunda það, og ekki neinar konur í þeirra fjölskyldu.  Þetta er allt mesta karlremba í þér Geiri.

Einar Lee, 21.9.2007 kl. 20:29

12 identicon

Kannski er Geiri bara einn af þessum ljótu illa lyktandi mönnum sem fær það ekki nema að borga fyrir það .. Hver er skoðun hans á þessu máli ef þetta væri móðir hans, systir eða dóttir? Og eina leiðin fyrir hann að réttlæta það að hann borgi fyrir að niðurlægja kynlífsfélga sína er sú að þeir/þær fái eitthvað út úr því .. Sá grunur legst sterkt á mig að þessi maður sé í e-hverjum minnihlutahóp.

Hann talar um að ýta þessu í undirheimana .. Er einhver að fylgjast með þessu ?!?! Ég spyr.

Staðreyndin er sú að konur og börn eru seld á milli landa fyrir lítið fé, þau eru seld í kynlífsþrælkun .. 

Hórurnar sem gera þetta sér til gamans og vegna þess að þær fá svo mikkla peninga fyrir þetta .. eru kannski 5% af allri stéttinni.

Restin er í þessu vegna neyðar eða vegna þess að það er einhver skíthæll út í heimi búin að kaupa þær fyrir slikk og selur þær svo grimmt.. Þær fá ekki einu sinni borgun .. Man eftir sögum þar sem þær eru síðan bara drepnar þegar þessir skíthælar hafa ekki lengur not fyrir þær ..   

"Ég hef persónulega reynslu af svona starfsemi, vegur það ekki meira en að fletta upp einhverjum tölfræðum feminista og öðrum hagsmunaaðilum?" Nei kallinn minn það vegur ekki meira .. sýnir bara hvernig manneskja þú ert.

Ég er líka nokkuð viss um að flest fólk færi frekar að vinna á kassa í bónus en að selja sig .. Allavegana svona 98%   

Lilja (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:07

13 identicon

Já, ég veit ekki betur en að fólk með háskólamenntun hafi fengið starf á kassa. Margar ástæður fyrir því.

Mitt mottó er, hversu mikla launahækkun þarftu ef launin sem þú hafðir fyrir voru  NÚLL !!!???

Geiri, vertu úti. !!!  Hættu að bögga hann Einsa minn.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:43

14 Smámynd: Einar  Lee

Go go go stelpur!!!!  Þessi Geiri er farinn að hljóma eins og hann sé að reyna að réttlæta fyrir sjálfum sér hversu miklu hann eyðir í vændi í landi sem maður þþarf ekki að borga fyrir kynlíf nema maður sé e-ð skrýtinn.....nei maður fær líka ef maður er skrýtinn....það þarf að vera eitthvað meiriháttar weird við mann ef maður þarf að reyna að réttlæta vændi.........virtu nú skoðanir fólks Geiri og reyndu að fata að þú ert ekki einn vinur.....það eru fleiri menn meðþinn sjúkdóm vinur

Einar Lee, 22.9.2007 kl. 01:07

15 identicon

BRAVÓ ég var að vonast til þess að þið mynduð koma með fordómafull og þröngsýn skot á mig, týpískur íslenskur múgæsingur. Búin að skilgreina hverskonar persónuleiki ég er án þess að vita alla söguna.

"bara til að friða samvisku manna sem eru fylgjandi vændi svo lengi sem þeir þrfa ekki að stunda það, og ekki neinar konur í þeirra fjölskyldu."

"það eru fleiri menn meðþinn sjúkdóm vinur" 

"Kannski er Geiri bara einn af þessum ljótu illa lyktandi mönnum sem fær það ekki nema að borga fyrir það"

"Go go go stelpur!!!!  Þessi Geiri er farinn að hljóma eins og hann sé að reyna að réttlæta fyrir sjálfum sér hversu miklu hann eyðir í vændi"

Eins og ég sagði áður þá hef ég reynslu af bransanum, þá var ég ekki að tala um reynslu af kaupum. Ég er ungur, snyrtilegur og myndarlegur maður og get auðveldlega fengið mér kynlíf án þess að borga fyrir. Málið er að þessi reynsla mín er hin hliðin, ég hef selt líkama minn og það er ástæðan fyrir því af hverju ég vil lögleiðingu. Ég vona að þið verðið ekki jafn fljót að dæma næst þegar einhver talar um lögleiðingu, heimurinn er ekki bara svartur og hvítur. 

"í landi sem maður þþarf ekki að borga fyrir kynlíf nema maður sé e-ð skrýtinn"

Mín reynsla er sú að flestir voru bara frekar venjulegir, ekkert ljótari en aðrir og flestir vilja bara hefðbundið kynlíf en ekki endilega eitthvað kinky. Margir kaupa sér kynlíf einfaldlega vegna þess að þeir vilja geta gert það hvenær sem þeim hentar og fengið að vera frjálslyndari í rúminu. En ef það hjálpar ykkur að sofa á nóttunni þá megið þið bara ímynda ykkur að þetta séu allt forljótir geðsjúklingar. 

"Með vændinu verður alltaf meirihlutinn sem er að vinna við þetta í ánauð"

Það var enginn að tala um að lögleiða mannsal. Við getum áfram barist gegn því þó að vændi (af fúsum og frjálsum vilja) sé lögleitt. Með því að fá vændið á yfirborðið í löglegum fyrirtækjum væri miklu auðveldara að komast að því hvort einhver sé þar að starfa gegn vilja sínum, það er miklu erfiðara þegar starfsemin neyðist til þess að vera leynileg.

Mannsal verður alltaf raunveruleiki sama hvort vændi sé löglegt eða ekki, því miður er það bara framboð/eftirspurn sem ræður og þess vegna er ekki heldur hægt að útrýma fíkniefnaneyslu. En mín skoðun er sú að við lögleiðingu þá myndi þeim fjölga sem myndu starfa við það af frjálsum vilja og því myndi eftirspurn á mannsali minnka til móts við það.

"Geiri, vertu úti. !!!"

Já hræðilegt að einhver skuli vera ósammála þér hérna í bloggsamfélaginu... kannski bara hætta að blogga þá ef þú höndlar það ekki?

"Hver er skoðun hans á þessu máli ef þetta væri móðir hans, systir eða dóttir?"

Ég viðurkenn reyndar að ég myndi ekki vilja vita af því ef þær væru í vændinu... almennt vil ég ekki vita um hverskonar kynlíf fjölskyldumeðlimir eru að stunda. 

"virtu nú skoðanir fólks Geiri"

 Já endilega kastaðu steinum úr glerhúsi.

"Ég er líka nokkuð viss um að flest fólk færi frekar að vinna á kassa í bónus en að selja sig .. Allavegana svona 98%" 

 En réttlætir það að svipta frelsi þeirra sem tilheyra þessum tveimur prósentum?

Ég hef prófað bæði að vera í vændi og vinna í afgreiðslustarfi. Í vændinu þurfti ég að vinna um 10 klst á mánuði til þess að fá sömu laun og við það að vinna 10 klst á dag (6x í viku) við afgreiðslustarfið. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn þunglyndur og þetta ár sem ég vann á kassanum. Íslendingar eru duglegir í því að beita afgreiðslufólki andlegu ofbeldi, á hverjum einasta degi drullað yfir mann. Það kom fyrir að ég brast í grát í hádegishléum eftir erfiðan viðskiptavin en það kom aldrei fyrir þegar ég var að selja mig.

Hugsið útfyrir kassan... rétthugsun er slæm. 

Geiri (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 05:12

16 identicon

Fyrirgefðu Geir, en þú virðist alveg falla undir þessi tvö prósent sem ég var að tala um. Ég veit ekki til þess að karlmenn séu seldir sem kynlífsþrælar á milli landa, ef við undanskiljum unga drengi. Þú er vel að máli farinn þó að ég sé langt því frá að vera sammála þér, því að þó að vændi yrði lögleitt eru ekki neinir að fylgjast með þessu. Það eru örugglega ekki margir kallar í rauðahverfinu á g-streng að selja blíðu sína, en þar eru konur sem eru ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja. Þú ættir kannski að skella þér í nám og finna þér starfsferil, því þá þarftu hvorki að selja þig né vinna á kassa í búð. Því þó þú sért kannski snyrtilegur og myndarlegur í dag, er enginn trygging fyrir því að þú verðir þannig eftir 15ár. Þá hefur þú kannski ekkert að selja lengur, fyrirgefðu ekkert sem einhver myndi vilja kaupa lengur. Og ætli það eigi ekki líka við um mellur?

Hversvegna ekki að gefa þessu fólki frekar tækifæri á því að mennta sig og finna sér starfsferil sem endist þeim út fyrir bólhæfni þeirra og langt fram eftir aldri ..?  

"Það kom fyrir að ég brast í grát í hádegishléum eftir erfiðan viðskiptavin en það kom aldrei fyrir þegar ég var að selja mig."

Ótrúleg setning.

En ég óska þér engu að síður löngum starfsferil og vona þín vegna að hvorki þú né viðskiptavinir þínir hljóti skaða af. 

Lilja (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 08:19

17 Smámynd: Einar  Lee

Sammála síðasta ræðumanni.  Í okkar landi er lítið fylgst með neinu, hvað þá að þeir gæfu sér tíma að fylgjast með vændi  Ég biðst afsökunar ef þér finnst ég hafa lagt skoðun á þig sem persónu, en þetta var meira skoðun á skoðun þinni, en kom kannski rangt ú.  fyrir utan það kemur fram í þínu eigin máli árás á okkur Geiri.  Og hvernig væri að setja mynd af sér hérna þannig að við hin vitum hver við erum að díla við.  Það á við um þþig Lilja mín, fólk er pirrað yfir myndlausum .

Einar Lee, 22.9.2007 kl. 14:03

18 identicon

Þar sem samfélagið er mjög dómhart gagnvart þessari starfsemi þá kýs ég að skrifa ekki undir fullu nafni eða sýna mynd. 

"Ég veit ekki til þess að karlmenn séu seldir sem kynlífsþrælar á milli landa"

hmm ég held að það séu einhver dæmi um það í sumum Asíulöndum en já ég viðurkenn að það er þá allavega sjaldgæft, aðallega undir drengir. En aftur þá finnst mér það ekki skipta máli enda tel ég lítil sem engin tengsl vera á milli mannsals og þegar fólk vill selja sig af frjálsum vilja. Að lögleiða vændi ýtir ekki undir mannsal svo lengi sem sjálft mannsalið er áfram ólöglegt.

"því að þó að vændi yrði lögleitt eru ekki neinir að fylgjast með þessu."

Lögreglan er nú ekki með regluleg tjékk á löglegum fyrirtækjum en samt hefur það mikil áhrif þegar fyrirtæki er löglegt og sýnilegt. Ef t.d. kúnni grunar að vændiskona sé í starfinu gegn eigin vilja þá þarf hann ekki að óttast að tilkynna það enda enginn glæpur (og lögreglan myndi einnig lofa nafnleynd til þess að ýta undir slíkt). Eftir slíka tilkynningu myndi lögreglan bara skreppa upp í fyrirtækið og taka viðtal við starfsmanninn. ÁTVR er miklu skárra umhverfi heldur en dópsalan á götunni þó að lögreglan sé ekki að fara þangað daglega í tjékk.

"Það eru örugglega ekki margir kallar í rauðahverfinu á g-streng að selja blíðu sína"

Í Amsterdam? Það er nú hommaborg Evrópu og ég er frekar viss um að þar séu þúsundir karlmanna að selja sig.

Á Íslandi er talið að fleiri strákar á framhaldsskólaaldri selji sig heldur en stúlkur, var gert könnun um þetta fyrir rúmu ári síðan.

"Þú ættir kannski að skella þér í nám og finna þér starfsferil, því þá þarftu hvorki að selja þig né vinna á kassa í búð."

Ég var reyndar í námi þegar ég var að starfa við þetta, var mikill lúxus að geta verið í námi og fengið full laun eingöngu fyrir helgarstarf. Annars er ég löngu hættur í þessu, allt í fortíðinni. En sé ekki eftir neinu.

"Hversvegna ekki að gefa þessu fólki frekar tækifæri á því að mennta sig og finna sér starfsferil sem endist þeim út fyrir bólhæfni þeirra og langt fram eftir aldri ..?"

Þú getur ekki neytt fólk í nám ef það vill gera eitthvað annað. 

Geir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 14:41

19 identicon

Veistu það geiri, þú ert bara ekkert að hafa nein áhrif á mig. Ef þú seldir þig, þá er það bara þitt mál. Þú snýkir þér leiðindi og hrósar svo happi yfir að hafa fengið þau, svo skammastu yfir því að við svörum þér, og verður svo fúll þegar við erum ekki á þinni skoðun. 

Okey til að vera sanngjörn, ég skoðaði þína hlið á málinu ég velti henni fyrir mér, og  niðurstaðan er sú sama, ég er ekki sammála þér. Geiri vertu úti er ekki meint sem persónuleg árás á þig. En ef þú kýst að skilja það þannig  þá bara hefurðu það þannig. Nei ég þarf ekki að hætta að blogga af því ég þoli þig ekki. Ég bara er ekki sammála þér og ég hef fullt leyfi til þess. Þú ert líka að kasta steinum í glerhúsi kallinn minn.

Bloggið er vettvangur skoðanna og ég get ef ég vill útilokað á mínu bloggi til dæmis þá sem ég vill ekki heyra skoðanir frá. Það er mitt val. Þér kemur það bara ekkert við.

Ef þú ert í stríði við bloggara og þeirra skoðanir þá ertu að tapa held ég, því leiðinlegri viðmælanda hef ég sjaldan átt.

Já elsku kallinn taktu þessa setningu og feitletraðu hana og sjáðu hvort ég fer ekki að grenja eða hætti að blogga.  Þvílíkur vitleysingur.  Ég á mitt. þú þitt. ef þú höndlar það ekki, farðu þá bara eitthvað annað.

Yfir og út.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 15:32

20 Smámynd: Einar  Lee

Vel mælt Gunna.  Í þér held ég að Geiri hafi hitt manneskju sem lætur hann ekki komast upp með neitt rugl. 

Einar Lee, 24.9.2007 kl. 10:34

21 identicon

Einar, ég læt ekki  valta yfir mig, hvort sem hann þiggur greiðslu eða ekki fyrir störf sín..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 463

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband