Fangelsin að yfirfyllast.

Þetta er flott hjá fíknó.  Undirmannaður örugglega eins og flestar ríkisstofnanir eru, en tekst samt að gera skurk í fíkniefnaheiminum á einum sólarhring.

Nú er bara spurningin hvort þeir séu ekki að fylla fangelsi landsins á methraða.  Er ekki kominn tími hjá yfirvöldum að fara að standa fyrir bbyggingu marglofaðs fangelsis í grennd við höfuðborgina.  Er ekki bara komin þörf á því eftir atlot sl. tveggja sólarhringa?


mbl.is Húsleit í Reykjavík vegna gruns um fíkniefnainnflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá Ísland komið í sama horf og bandaríkin fyrir nokkru síðan.. Fangelsin að fyllast og þarf að byggja ný. Spurningin er hvenær við þurfum að feisa sama vanda og þeir þurfa að gera bráðlega. Hagkerfið í svoleiðis tjóni útaf þessu að sum fylki eiga ekki eftir að ná að borga fyrir skólana sína þar sem þeir þurfa að byggja nýtt og nýtt 400manna fangelsi á hverju ári þar sem 8 af 10 föngum eru inni fyrir fíkniefnabrot. Þeir eru núna fyrst almennilega að átta sig á þessari óstöðvandi hringrás og hvaða áhrif þetta hefur haft á samfélagið þeirra. Síðan er aldrei rætt um þessa hlið á umræðunni, aldrei skoðað hvernig önnur lönd hafa farið af, og hverjar niðurstöður þeirra eru.

Ég mæli með því að fólk skoði aðeins löndin hérna í kring, vesturlöndin og bandaríkin sem hafa farið sömu leið og við erum að fara, og bera þau síðan saman við önnur lönd sem hafa loksins séð vandamálið og tekist á við það.. Sviss besta dæmið um það en einnig Holland, þó að þeir hafi bar lögleitt kannabisefni.

stebbi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 02:17

2 identicon

stebbi, ég er 100% sammála þér. fólk lítur alltof mikið á neyslu fíkniefna sem glæp. sem er algjörlega rangt, neysla fíkniefna er sjúkdómur, sem þú vinnur þér inn. Um leið og hætt er að líta á dópista sem glæpamenn, þá verður mun auðveldara að taka á hlutunum. Einnig þarf að samræma dómskerfið svakalega. Hvar er t.d. réttlætið í því að morðingi fái sama dóm og maður sem flytur inn nokkur kg af fíkniefnum? ef litið er til þess sem ég sagði áður, er réttlætið ekkert.

benni (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 03:10

3 Smámynd: Einar  Lee

Við Íslendingar erum nú alveg séér á báti hvað varðar fangelsispláss.  Hvergi held ég að það séu jafn fá pláss fyrir fanga en hér á landi. Það má ræða hvort lögleiða eigi fíkniefni eða ekki en ens og Benni bent á er þetta áunninn sjúkdómur og ef þú tekur í burtu dópið getur enginn unnið sér það inn að verða dópisti.  Fyrir utan það hawfa l-nd sem hafa lögleitt  eyturlyf, ekki leyft nett nema kannabis, sem margir vilja telja að sé ekki eytur lyf.  Sv má lengi deila um einstakingsfrelsið til að neyta dóps.  Það er náttúrulega samfélagið sem þarf að borga fyrir þann heim sem skapast í kring um dópið, hina svokölluðu undirheima og þá glæpi semm myndast út frá þessu rugli.

Einar Lee, 22.9.2007 kl. 11:16

4 identicon

Held þú sért ekki alveg að fatta. Það er ekki hægt að taka dópið af fólkinu. Jú þú getur minnkað smá en alveg sama hversu mikla löggæslu við höfum það hefur aldrei áhrif á neyslu einsaklings, þar sem það verður alltaf allt morandi í fíkniefnum hérna.

Það er rangt hjá þér að lönd sem hafa lögleitt eiturlyf hafa bara lögleitt kannabis. Ástæðan fyrir því að ég mundi vilja lögleiða eiturlyf væri vegna þess hve hættuleg þau væru. Efni sem hafa möguleika á að gera jafn mikinn skaða bæði á einstaklingum og samfélagi verður að stjórna. Þú veist það að það eru bara 2möguleikar, annaðhvort selur ríkið þetta eins og áfengi eða sígarettur, eða dópsalar selja þetta þeim sem þeim vilja.. Og ef þeir vilja selja dópið sitt 12ára krökkum á leikvelli þá gera þeir það..

Sviss lögleiddi heroin í tilraunaskyni. Fyrstu niðurstöður voru þær að glæpir féllu um 60%, HIV smit meðan fíkla hætti, fólk hætti að deyja úr of stórum skömmtum og fíklum fjölgaði samt ekki. Peningurinn er líka annað vandamál. Afhverju eru t.d. bandaríkin að eyða 60-70milljörðum dollurum á ári í þetta stríð þar sem þetta gerir ekkert gagn ?

stebbi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:05

5 Smámynd: Einar  Lee

Já þú segir nokkuð Stebbi.  Hvað svo, í landi þar sem verið er að skera niður í heilbrigðiskerfinu á ári hverju, hvernig ætlar þþú að leggja til að þetta verði gert?  Selja þetta út úr apótekum, svona eins og þau komi ekki til með að leggja eitthvað á þetta.  Og hvað svo, maður labbar inn og segir, mig langar að prófa að verða heróínfíkill, hvernig fer maður að þv´´i.

Að sjálfsögðu er hægt að minnka eyturlyfjaflæði, og ekki tala eins og þetta sé óstöðvandi vandi, með auknu eftirliti á innflutningsleiðum tiil landsins.  Þetta land liggur kannski vel við höggi fyrir innflutning en allt er hægt.  Holland lögleiddi bæði vændi og eyturlyf, í einhvern tíma minnkuðu glæpir samfara þessu, en svo jókst ferða mannaiðnaður samfara þessum breytingum og með því glæpir og nú eru menn að reyna að snúa til baka. 

Það er nokkuð greinilegt á þínu tali að þú ert eða hefur verið í neyslu og þetta er ekki lausnin að ríkið stjórni þessu, sjáðu bara hvað þei m tekst illa upp með sígarettur og áfengi.  Þeir halda að eina leiðin í forvörn sé að hækka verðið á vörunni.

Einar Lee, 22.9.2007 kl. 13:44

6 identicon

Ég er ekki alveg að skilja þig.. Tekist illa með sígarettur og áfengi ? Manstu eftir áfengisbanninu og afhverju við hættum því ?

Bandaríkjamönnum tókst að láta 50% af reykingamönnum hætta að reyna sígarettur. Náðu þeir þeim árangri með banni og að læsa fólk inni ? Nei, þeir fræddu fólkið, gáfu þeim góðar forvarnir. Og þetta tókst þó svo að nikotin sé eitt mest ávanabindandi efni sem hefur fundist. Svona árangri hefur ALDREI verið náð með löggjöf, reyndar hefur aldrei neinum árangri verið náð, ef þú horfir á fíklana, glæpastarfsemirnar og allt annað sem mætti reyna að laga í þessum málum.

Auðvitað ákveður enginn allt í einu að gerast sprautufíkill, en auðvitað þyrfti sala þessara efna að vera skipulögð eins og t.d. í sviss. Þar þarftu að fara til læknis, segir honum reynslu þína af efnum og hvað þig langar í. Eftir það tekur hann fyrirlestur yfir þér um skaðsemi efnanna og lætur þig lesa bækling um það þar sem kemur fram styrkleiki efnanna, hvað er í þeim, áhrifin og skaðsemi efnanna. Síðan lætur læknirinn "fíkilinn" skrifa undir blað og lætur hann hafa efnin, og/eða hreina sprautu og nálar. Finnst þér þetta verra heldur en að fíklarnir séu að kaupa efni sem þau hafa ekki hugmynd um hvað er í, af einhverjum glæpamanni niðrí bæ ? Ef ég væri fíkill mundi ég allavegana frekar vilja fá hreint efni frá lækni frekar en eyturblandaðan skammt af dópsala sem er skítsama um heilsuna mína og hugsar bara um að græða peninga.

Einu rökin gegn lögleiðingu eru þau að fíklum muni fjölga. Það eru nákvæmlega engar sannanir fyrir því, og ekkert sem bendir til þess. Rökin gegn löggjöfinni eru hinsvegar aðeins margsannaðar, höfum yfir 80ára reynslu yfir svona bönnum í heiminum, bæði á áfengi og fíkniefnum. Ef þú vilt losna við dópsalana, handrukkarana, glæpahringana og vankunnáttu fíkla ættir þú að hugsa um lögleiðingu. Yfir helmingur dauðsfalla meðal fíkla eru jú vegna vanþekkingu. Þetta mundi nú samt örugglega ekki ganga upp nema að við mundum spara fleiri hundruðir milljóna á ári sem gætu farið í forvarnir og meðferðarstofnanir.

Og trúðu mér það er enginn hollenskur / svissneskur þingmaður með viti sem vill detta aftur sömu leið og þeir voru komnir, lestu um hvernig holland og sviss var fyrir lögleiðingu. Það var margfallt verra heldur en núna, þó svo að ástandið sé ekki að batna. Síðan er það líka að versna mun meira hérna á Íslandi heldur en nokkurntíman þar sem efnin eru lögleg. Þekki nokkuð marga hollendinga en enginn af þeim er í neyslu, það reykir ekki einu sinni neinn af þeim kannabisefni en öll eru þau mjög sátt við núverandi löggjöf þar.

Já ég var mín flest unglingsár í neyslu þannig ég þekki það frekar vel hvernig fíkillinn hugsar, og einnig þekki ég undirheimana sem hafa myndast vegna þessara löggjafar. En ég skal segja þér það að þar sem ég er ekki í neyslu núna er ég að vona að ríkið leggi þessa löggjöf niður samfélagsins vegna.. Ekki mín vegna :)

stebbi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:05

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Það sem vekur líka athygli mína í fíkniefnamálum síðustu daga hvað garðbæingar eru áberandi í þeim, spurningin um að fara reisa nýtt fangelsi höfuðborgarsvæðinsins í garðabæ.  Stefán lögreglustjóri og hans fólk á heiður skilið fyrir framúrskarandi árangur síðustu vikur og mánuði í öllum þeim málum er lúta að löggæslu, hann hefur sýnt það og sannað að hann er kominn til þess að vera í þessu embætti og lætur verkinn tala.  Það er alveg nýtt fyrir okkur reykvíkinganna bæði í ráðhúsinu sem og hjá lögreglunni að þar séu ekki stunduð samræðupólitík heldur athafnapólítík ! 

Óttarr Makuch, 22.9.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband