Jákvætt?

Maður veltir fyrir sér jákvæðu hugarfari við þessa frétt.  Skyldi eitthvað jákvætt finnast í ví að loftslag jarðar hlýni svo mikð að allir flytji norður á bóginn og auðveldara sé að bora eftir olíu.

Við veltum þessu aðeins fyrir okkur.  Mikill fólksflutningur yrði t.d hingað því hér er nóg af vatni og ákveðnum auðlindum.  Ekki yrði langt þar til landið okkar strjálbýla yrði byggt að fullu og álver á hverju strái til að allir hefðu vinnu, því enginn yrði fiskur eftir í sjónum sökum hlýnunar hans.  Reykmettað Ísland sökum stóriðju og mikils bílafjölda er ekki jákvætt í mínum huga, þó ég vildi ólmur geta hjálpað þeim sem geta ekki lengur búið í sínum heimalöndum sökum veðurfars og vatnsleysis. 

Annars er ég ekk alveg sannfærður um hlýnun jarðar, var ekki frétt hér á mbl nýlega þear sem kom fram að norðurpóllinn væri að stækka á ný?


mbl.is Eru norðurslóðir land tækifæranna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að norðurpóllinn sé farinn að stækka á ný hefur í langað tíð einfaldlega verið kallað vetur

Arnar Páll Birgisson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og þehar hann minnkar...þá er það kallað sumar

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2007 kl. 18:22

3 identicon

Og þar á milli vor og haust ???? 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:57

4 identicon

Evrópa blómstraði nú vel á miðöldum þegar það var talsvert hlýrra en er í dag. Annars hefur jörðin oft verið heitari eða kaldari en hún er í dag og hún finnur leiðir til þess að halda jafnvægi, einnig aðlagast dýrin þó að einhver þeirra deyi út (maðurinn er í góðri stöðu til þess að aðlagast). Einnig tel ég að spádómar um hækkun sjávar séu ýktar. Ekki er tekið til greina að ísinn getur stækkað á suðurpólnum til móts við bráðnun annarra jökla.

Sjálfur trúi ég því að maðurinn hafi engin eða lítil áhrif á hitnun jarðar. Sólin vegur mest þegar kemur að hitasveiflum, hefur alltaf verið þannig og verður það alveg fram að endalokum sólkerfisins. Hitastig hefur einnig verið að hækka á öðrum plánetum í sólkerfinu okkar og því er líklegt að sólin beri mesta ábyrgð á hitnun jarðar en ekki maðurinn.

Annars held ég að Íslandi hefði bara gott af hlýnun, engin ástæða til þess að vera með áhyggjur af fiskinum. Við þurfum hvort sem er að breyta hlutföllunum þannig að ekkert eitt sé helmingur efnahagsins, það er einfaldlega allt of mikil áhætta. Ég vil að Íslendingar stefni að því að sjávarútvegur fari undir 20% á næstu áratugum óháð því hvernig loftslagið verður.

Geiri (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:05

5 identicon

Geiri, ertu þá ekki sammála því að eyðing ósons sé hættuleg jarðarlífinu ?

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Eyðing ósóns hefur ekkert með gróðurhúsaáhrif að gera. Þetta eru tveir gjörólíkir hlutir. Ósón er meira að segja gróðurhúsalofttegund og myndi stuðla að meiri hlýnun ef það væri í of miklum mæli í andrúmsloftinu. Sem betur fer er að einhverju leiti búið að snúa eyðingu ósónlagsins við, enda var það miklu meiri vá en gróðurhúsaáhrifin

Örvar Már Marteinsson, 25.9.2007 kl. 21:09

7 identicon

"Geiri, ertu þá ekki sammála því að eyðing ósons sé hættuleg jarðarlífinu ?"

Jú en samt sem áður tel ég að fjölmiðlar hafi ýkjað fréttir af því, eins og svo oft þegar kemur að neikvæðum fréttum. En ég er alls ekki að segja að það hafi verið skaðlaust, en bara ýkt.

Þróunin er líka búin að snúast við eins og Örvar benti á. En meint gróðurhúsaráhrif er allt annar pakki, furðulegt hvernig umræðan um ósónalagið hefur nánast dáið út seinustu árin eftir að græningjar/bannistar/fjölmiðlar fundu eitthvað annað til þess að ýkja upp og spá hörmungum. 

Geiri (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 507

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband