26.9.2007 | 21:48
Eyturlyfjasmygl alvarlegasti glæpurinn?
Það mætti ætla eftir lestur frétta sl. daga að eyturlyfjasmygl væri mesti glæpur sem hægt er að drýgja á landinu. Lögfræðingur er dæmdur fyrir kynferðisglæp gegn unglingsstúlkum en maðurinn fær aðeins 3 ára dóm og viti menn, hann er staddur á Spáni með fjölskyldunni þegar úrskurður er kveðinn upp!!! Ekki það að ég sé að setja niður þær aðgerðir lögreglunnar að uppræta að einhverju leyti eyturlyfin sem flæða inn á markaðinn hér, en er ekki kominn tími til að alþingi taki sig til og herði glæpi sem falla undir kynferðis- og ofbeldisglæpi.
Það er orðið skrýtið þjóðfélag þar sem ofbeldisverk gegn konum og kynferðisleg misnotkun á börnum lætur í minni pokann fyrir eyturlyfum í dómskerfinu. Það er kominn tími til aðgerða og herðum nú dóma gegn barnanauðgurum.!!!!!!!!!!!!
Áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni grunuðum um kókaíninnflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli mennirnir í spíttskútumálinu fái fjórfallt lengri dóm en þessi barnaníðingur ?
Ruglað kerfi að mínu mati.
stebbi (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:34
Ástæðan er einfaldlega sú að við erum að herma eftir Bandaríkjamönnum, en þeir hófu stríðið gegn fíkniefnum. Þeir hafa talað lengi um "zero tolerence" og slík viðhorf eru að fara vaxandi hér á landi, því miður. Stríðið er löngu komið úr böndunum og gerir fleira slæmt heldur en gott.
Furðulegt svo að það sé tekið svona hart á einhverju sem ríkið sjálft er að gera, ríkið er nefnilega stærsti fíkniefnasali landsins.
Geiri (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:05
Já sammála... Þetta er ekki góð þróun og ég held að þessi hörkustefna í hörðum refsingum fyrir fíkniefnabrot geri bara undirheiminn forhertari. Það eina sem öruggt er, er það að eiturlyfin halda áfram að flæða inn í landið á meðan öll þessi gríðarlega eftirspurn er eftir þeim. Þeir sem standa í innflutningi verða bara forhertari og harðari til að fá síður dóm.
Það er ömulegt að horfa upp á menn fá kannski þrefallt til fjórfallt þyngri dóm fyrir að flytja inn fíkniefni heldur en menn sem t.d. misnota börn kynferðislega!!
gudni.is, 27.9.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.