19.10.2007 | 08:46
So what!!!
Ég er alveg hættur að skilja löggjafarvaldið, og nú líka landlæknir. Það má selja vín, það má selja tóbak og það má eiga bíla. En einhvern veginn þarf svo að eyða miklum tíma og verðmætum í að setja steina í götur fólks sem virkilega vantraustyfirlýsingu á lýðinn. Meira frelsi er orðið í viðskiptalífinu af því þessir sömu menn og neyta áfengissölu í verslunum vildu það, en nei það má ekki selja vín í búðum af því það er barasta slæmt fyrir lýðinn. Það er líka slæmt fyrir lýðinn að þurfa að borga himinháa vexti og þjónustugjöld, en ekki sé ég pólitíkusana hlaupa upp til handa og fóta til að minnka þann vanda heimilanna. En af því nokkrir úr sauðahópnum eru á villigötum í brennivínsneyslu, þá þarf að setja allt á annann endann á þingi til að hamla neyslu þess, eins og við hin verðum líka ofdrykkjumennn.
Hættum nú að lifa undir formerkjum bannáranna og leyfum vín í matvöruverslunum!!!!
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki alveg sá skarpasti. Þetta kallast neyslustýring, og hún er af hinu góða í þessu tilfelli.
Ótrúlegt að það sé fólk þarna úti sem skilur þetta ekki, en sem betur fer er ekki mjög mikið af ykkur.
Og blessaður vertu ekkert að svara þessum pósti, ég mun ekki koma hingað aftur.
Uh (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:34
Greinilega Sjallari þarna á ferð. Ég veit fullkomlega hvað neyslustýring er, en af hverju er hún af hinu góða í þessu tilfelli frekar en öðrum? Ekki vildi fólk að við færum að selja feitt kjöt í sérbúðum af því að það er óhollt og feitt fólk kostar kerfið marga milljarða á ári. Ættum þá kannski líka að stýra sykurneyslu með því að stofna sykur og nammiverslun ríkisins, þar sem sykurneysla er líka óholl.
Nei held að ríkið sé ekki sá aðili sem eigi alltaf að reyna að stýra öllu af því að það veit best. Ef svo væri værum við öll með fínar tekjur, en ekki ríkir að verða ríkari og þeir fátækari fátækari!!!
Einar Lee, 19.10.2007 kl. 11:09
Jahérna hér. . . .kæri(a) Uh. . . það er enginn að neyða þig til að skoða síður hjá öðru fólki. . . . .og fólk má alveg hafa skoðun á ýmsum málefnum, svona rétt eins og þú . . . . þarftu ekki bara að kúka vina(ur) mér það læðist að mér sá grunur um að það sé hægðartregða í gangi hjá þér. . . . . láttu bara vera að reyna að losa um tregðuna inn á síðum hjá öðru fólki. . . . .það er gott ráð að gera það bara í einrúmi :)
Go Einsi minn go !!! :)
1000 kossar og knús frá DK
kata (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 16:46
Fyrsta lagi. Þetta snýst ekki um að passa fólk sem er veikt fyrir áfengi (alkóhólista) Þeir finna leið til að drekka, jafnvel þótt áfengi væri bannað með öllu.
Öðru lagi. Það er ríkt þetta sjónarmið hjá fólki að svokölluð "vínmenning" sé eftirsóknarverð. Í þessu sambandi er stundum vitnað til miðjarðarhafslandanna, Ítalí, Frakklands og Spánar. Þar er aðgengi mjög gott, allar verzlanir fullar af búsi og dagdrykkja viðurkennd sem hluti af kúltúr. Þar sér ekki vín á nokkrum manni. Hvernig ætli standi þá á því að í þessum þremur löndum er hæsta tíðnu skorpulifurs í heimi? Þar deyja flestir úr sjúkdómum tengdum áfengisneyzlu en nokkur staðar annars staðar í Evrópu? Mér finnst þetta umhugsunarvert.
Þriðja lagi. Íslendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þeir hafa 46 litninga, 23 frá móður og 23 frá föður, líkt og aðrir í heiminum. Það að Íslendingar gúffi í sig brennsa af því hann er svo dýr er bara þvæla. Fólk drekkur vegna þess að því líkar áhrifin og alkóhólismi er raunverulegur, líkamlegur heilasjúkdómur. Svipað hlutfall Íslendinga þróar með sér áfengissýki og í nágrannalöndunum, að undanskyldum t.d. Inúítum. Drykkjuvenjur okkar eru vissulega litaðar af þjóðfélagslegum þáttum eins og opnunartímum, vinnuálagi og lífsviðhorfum. Annars erum við nokkurn vegin eins öll sömul.
Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að aukin neyzla felur í sér aukinn heilbrigðisvanda. Þá gildir engu hvort við hættum að rúlla ofurölvi um miðbæinn um helgar eða sötrum 1-5 bjóra heima á virkum kvöldum. Það er þetta stanslausa sull, öðru nafni "vínmenning", sem á eftir að koma okkur í koll eins og miðjarðarhafslöndunum. Þar á eftir að koma fram langvarandi vandi meðal eldra fólks með alvarlegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Þarna eru dýrir sjúkdómar á ferð og það er ábyrgðarleysi að kasta fram svona frumvarpi án þess að gera ráð fyrir úrræðum í heilbrigðis-, meðferðar- og félagsmálum.
Bottom line, ávinningur er nær enginn, varan fæst hérna nú þegar. Afleiðingarnar eru hins vegar aukinn kostnaður í formi skatta.
Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:11
Geturðu bent á einhverjar greinar sem hafa verið birtar í sambandi við háa tíðni skorpulifur í þessum löndum ? Ég hef bara séð greinar tengdar lágri tíðni hjarta og æðasjúkdóma í þessum löndum vegna "hóflegrar" drykkju af léttvíni. . . þá er ég ekki að meina "bremsa" eins og þú kallar það. Af hverju ætti neyslan að aukast ef léttvín og bjór verði selt í matvöruverslunum ?? Ég hélt að hingað til hefði sala áfengis einunigis verið leyfð til fólks 20 ára og eldri og erum við ekki orðin nógu fullorðin til að standast freystingar ef við erum veik fyrir ýmsum hlutum, það væri erfitt að fara út fyrir hússins dyr ef heimurinn ætti að vera þannig að allt sem er freystandi ætti að fela td. sælgæti gos og allt það sem okkur óholt, ef þess er neytt í óhóflegu magni. Ég held að þeir sem eru veikir fyrir áfengi kaupi sér það ef það ætlar sér að gera það, þetta snýst um þægindi og einnig bara sjálfsögð réttindi fólks að getað verslað vöru sem það vil annarstaðar en í ÁTVR og ef út í það er farið. . . . af hverju er þá hægt að versla sígarettur í matvöruverslunum ??? Hefur td. dópneyslan minnkað eitthvað þrátt fyrir aukið eftirlit og háa dóma ? . . . fólk gerir það sem það ætlar sér með öllum sínum litningum :)
Ég hef unnið við túrisma í nokkur ár og þeir verða alltaf jafn hissa þegar þeir spyrja mig um af hverju í ósköpunum ekki er hægt að versla bjór í matvöruverslunum, svo eftir útskýringuna. . . þá brosa þeir bara út í annað, hrista höfuðið og hlægja.
kata (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 23:48
Það þarf nú að taka heilbrigðis-, meðferðar- og félagsmál í gegn hvort sem þetta frumvarp fer í gegn eða ekki því það er okkar landi til skammar. . . . bara mitt álit :)
kata (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 23:51
Það fyrsta sem ég sagði í kommenti mínu var að þetta snerist ekki um að fólki sé ekki treyst. Heldur að afleiðingar af lítilli neyzlu eru líka alvarlegar. Ég sagði einnig að þeir sem væru veikir fyrir áfengi drykkju það hvort eð er. Það sem þú segir um dópneyzlu. Hversu mikið meira heldurðu að hún hefði aukist ef ekki væri fyrir meira eftirlit og hærri dóma? Tóbak er falið, reynt er að halda aðgenginu í lágmarki. Reykingar bannaðar alls staðar. Hversu margir fleiri myndu reykja ef svo væri ekki? Sykur og feitur matur er ekki hættulegt vímuefni eins og áfengi, og stenst því ekki samanburð. Einnig vil ég benda á að meðferð SÁÁ er talin ein sú bezta í heimi, en hún er auðvitað fjársvelt eins og annað í félags- og heilbrigðisgeiranum. Það er biðlisti inn á Vog.
Skoðaðu þessa fyrst, hvet þig til að líta á hinar líka.
http://www.hs.fi/english/article/Finland+has+highest+rate+of+cirrhosis+of+the+liver+in+Nordic+Countries/1076152945336
http://laeknabladid.is/2001/6/fraedigreinar//nr/920/
http://www.bmj.com/archive/7088e1.htm#4-ref4
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1267141
http://www.forvarnir.is/frettir/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=2&cat_id=6808&ew_2_a_id=36101
http://www.saa.is/default.asp?sid_id=9601&tre_rod=001%7C003%7C001%7C&tId=1
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6089
http://www.hi.is/pub/liflyfjafr/Thjonusta/alkoholismi.htm
Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:27
Já þú segir það flottar greinar . . . það er allt óhollt ef þess er neytt í óhófi og ég veit ekki betur en að offita fari ört vaxandi á Íslandi jafnt og í flestum löndum og það getur víst haft í för með sér hættulega fylgisjúkdóma sem kosta ríkið þe okkur skattborgarana ótrúlega mikla fjármuni td. sykursýki, hjarta og æðasjúkdóma, og stoðkerfisvandamál svo sem gigt og fleira. Þetta eru allt erfiðir sjúkdómar hvað þá sykursýki sem hefur fjöldan allann af fylgisjúkdómumí för með sér, því oft er áunnin sykursýki ekki greind fyrr en skaðinn er skeður td. æðakölkun, nýrnarskaði og augnvandarmál. Hjáveituaðgerðum á meltingarvegi fara líka ört vaxandi á Íslandi og tannskemmdum fara einnig ört vaxandi hjá börnum og fullorðnum. Voru ekki skattar lækkaðir einmitt sælgæti og gosdrykkjum á þessu ári ??? Þessar vörur eru oft það fyrsta og síðasta sem þú sér þegar þú labbar inn í hvaða matvöruverslun sem er. Það er alltaf hægt að finna allt að öllu við lifum ekki í fullkomnum heimi. En það er samt alveg ótrúlegt að meðferðar úrræði fyrir vímuefnaneytendur skuli alltaf sitja á hakanum, það eru nú oftast biðlistar inn á Vog og þeir eiga sko ekki eftir að minnka í framtíðinni því eins og þjóðfélagið er orðið í dag, hraði pressa og álag þá leiðir það oftast til fjölgunar á þessum týpum af sjúklingum. Það er eins og stjórnvöld grafi bara höfuðið í sandinn og bíði eftir að þetta ástand lagist bara að sjálfum sér eða að einhvert annað hugsjónafólk reddi málunum. Ég reyki sjálf og það hefur ekki stoppað mig þó að það sé bannað út um allt að reykja og þó svo að sígaretturnar séu faldar í búðum. . . ég hætti að reykja þegar ég ákveð það og geri það fyrir sjálfa mig, öðruvísi myndi það ekki ganga upp held ég . . . .hér er ég að tala fyrir mig ekki aðra.
Ég efast samt ennþá um það að allt fari til fjandans í þessu blessaða landi ef það verður leyft að selja vín og bjór í matvöruverslunum. . . það er mitt álit og ég vil eiga það takk :)
kata (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 15:20
Gjörðu svo vel. Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir. Ég vona samt að þú hafir þetta samtal okkar í huga ef svo fer að afleiðingarnar sem hefur verið varað við skili sér. Að þú munir hver viðhorf þínu voru og sért hæf um að skipta um skoðun ef afleiðingarnar fara að snerta þig og þína.
Páll Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 21:56
Gjörðu svo vel. Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir. Ég vona samt að þú hafir þetta samtal okkar í huga ef svo fer að afleiðingarnar sem hefur verið varað við skili sér. Að þú munir hver viðhorf þínu voru og sért hæf um að skipta um skoðun ef afleiðingarnar fara að snerta þig og þína.
Páll Geir Bjarnason, 20.10.2007 kl. 23:02
Páll. Leiðindalaust, en þú hljómar eins og stóri bróðir.
Afhverju þarf að passa fólk frá sjálfu sér ??
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.