Hlægilegt athæfi lögreglunnar

Ég var einmitt á djamminu í miðborginnin um helgina og komst að því að ef maður þarf að kasta af asér vatni þá er ekki hlaupið að því.  Er ekki líka svolítið skrýtið að framfylgja reglugerðum með sektum, frekar en að fjölga þeim stöðum sem fólk getur farið á til að létta á sér í miðborginni.  Maður hefði haldið að það væri þörf á fleiri lögreglumönnum í önnur störf en pisseftirlitið, s.s fíkniefnaeftirlit í miðborginni um helgar.  Manni f er að finnast þetta allt saman svolítið fyndið af hálfu lögreglunnar og kannski líka fjölmiðla að senda út fréttir af þessarri vitleysu.
mbl.is Tuttugu karlar brutu gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert sjálfur hlægilegur. Geturðu ekki pissað inni á stöðunum sem þú kaupir drykkina? Pissarðu líka út í húsveggi þegar þú ert niðri í bæ, edrú í miðri viku?

Magnús (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:44

2 identicon

Gáfuleg færsla hjá þér.

Greinilega allt í gangi í kollinum á þér venur. Jújú

Ólafur (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Einar  Lee

Hahaha.......já edrú í miðri viku er kannski annað mál en þegar fólk er búið að vera að drekka bjór og þarf að pissa eftir lokun staðanna á meðan beðið er eftir leigubíl.  Æðislegt að lesa svona fíflalega athugasemd, sérstaklega þegar maður skoðar hversu heimskulegt það er að hafa allt djamm á einu svæði, staðirnir loka og fólk þarf að komast á klóið, en hvergi er hægt að komast inn.  Að sjálfsögðu er sjálfsbjargarviðleitnin þannig að fólk pissar þá úti.  Fleiri almenningsklósett í miðbæinn og ekkert múður.

Einar Lee, 5.11.2007 kl. 14:40

4 identicon

Einar, ertu 12 ára?

JL (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:38

5 Smámynd: Einar  Lee

Nei JL, og maður á ekki að ráðast á þersonu fólks fyrir skoðanir þess, það lýsir andlegum þroska þínum ef þú greinir ekki milli persónu og skoðunar hennar.

Einar Lee, 5.11.2007 kl. 16:52

6 identicon

I miðri viku eru ekki biðraðir til andskotans inn á skemmtistaðina og svo líka inn á útmygnu sóðalegu klósettin á skemmtistöðunum og þá er að sjálfsögðu hægt að létta af sér í þartilegert ílát þegar inn er komið. En þegar fólk er sauðölvað niðrí bæ á leið milli skemmtistaða eða á leið að leigubílaröðinni sem oftast hefur felur í sér langan biðtíma. . . þá gerist það bara að fólk léttir af sér hér og þar á leið sinni, þetta hefur og verður alltaf svona þangað til að eitthvað verður í þessu gert eins og td. þessi snilldar lausn sem hún Anna bendir á :)

Pissa 12 ára strákar út um allt eða ??? allavega enginn sem ég þekki

kata (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband