Nafngreining barnaníðinga

Þegar maður les svona frétt fer maður að velta fyrir sér hvort ekki eigi að taka upp stefnu þeirra Bandaríkjamanna að nafngreina svona menn og setja svo upp netsíður sem hægt er að fylgjast með því hvar þeir búa og hverjir þeir eru.  Kannski að landið sé of lítið fyrir þetta, ekki ætla ég að leggja dóm á það.  Manni finnst bara krípí að svona menn séu úti í þjóðfélaginu og enginn veit hverir þeir eru.  Það er víst að þetta eru mjög veikir menn sem misnota börn og eiga ekki að ganga alfarið lausir í þjóðfélaginu eftir að hafa verið dæmdir.  Hér er mál fyrir kærann dómsmálaráðherra að taka á svo almenningur fái betri vitnesku um hverjir séu hér að verki.
mbl.is Tugir þúsunda klámmynda fundust í tölvum tveggja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað alger óþarfi að nafngreina menn sem eru bara að sækja sér eða horfa á barnaklám. Að nafngreina þá þjónar engum öðrum tilgangi en að hefna sín á þeim, og það þykir mér vægast sagt vafasöm forsenda refsingar.

Svo er auðvitað hitt að barnaníðingar, þ.e. þeir sem *fremja* brotin í stað þess að horfa á þau í tölvunni, það er eiginlega sjálfsagt að nafngreina þá á meðan þeim er ekki haldið á bakvið rimla eins lengi og þarf. Mér þykja harðari refsingar yfirleitt vera nefndar í nafni hefndar en ekki vegna þess að það raunverulega leysi nein vandamál (svosem í fíkniefnabrotum), en sagan sýnir að menn eru dæmdir aftur og aftur og aftur fyrir sömu brotin og ljóst er að þeim er ekki treystandi úti í samfélaginu, en dómskerfið klikkar og þá er sjálfsagt að fjölmiðlar nafngreini þá.

En að nafngreina menn sem eru bara heima hjá sér að skoða þetta í tölvunni, það er engin ástæða til þess. Ég þori að fullyrða að einungis brotabrot manna með þessar afbrigðilegu kynhneigðir vita betur en að misnota börn. (Nú ætti ég að fá nokkra reiðilestra.)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:30

2 identicon

Ég meina... að aðeins brotabrot af þeim sem hafa þessar afbrigðilegu hneigðir, actually fá útrás með því að misnota börn. Ég þori að fullyrða að lang, langflestir skoði þetta bara á netinu. Ég prumpa allavega á að vilja nafngreina menn bara til að koma sér niður á þeim, það er ómannúðlegt sem *refsing*, en það er afsakanlegt þegar raunveruleg ógn stafar af mönnum og dómskerfið er ekki að standa sig.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:33

3 identicon

Auðvitað á að nafngreina þessa aumingja, að skoða svona kallar á framleiðslu og því eru menn sekir þó þeir skoði bara... það eru hræðilegar hörmungar barns á hverri mynd og ætti alls ekki að taka neitt vægt á þeim sem skoða svona efni

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:01

4 identicon

Ef þú nota orðið "Barnaníðingar" og fullyrðir að þessir menn misnoti börn. Hvaða orð notar þú yfir menn sem misnota börn í alvörunni?

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Einar  Lee

Orðið ófreskja kemur upp í hugann, en það er líka barnaníðiingur þó hann horfi bara eins og DoctorE bendir á.  Að horfa þýðir framleiðslu og því eru menn jafn sekir þó þeir bara horfi.  Svo hlýtur að vera stutt á milli áhorfs og þáttöku.

Einar Lee, 5.11.2007 kl. 16:49

6 identicon

kynferðisleg löngun til barna er sjúkdómur og á meðan það eru í raun engar lausnir fyrir þessa menn kerfinu þá finnst mér afar hæpið að ætla fara refsa þeim sem þetta skoða með því að brennimerkja þá fyrir lífstíð...  Að sjálfögðu er þetta viðbjóðslegt og þetta er alltaf spurning um framboð og eftirspurn - það breytir því ekki að stærstur hluti manna með þessar hryllilegu hvatir gætu trúlega aldrei hugsað sér að misnota börn og fá því útrásina svona.. og það verða líka alltaf til menn sem fá eitthvað útúr því að mynda sig við þessar athafnir..

 Hafið í huga að mennirnir sem framleiða þetta efni eru sjúkir sjálfir... það ákveður enginn að fara í framleiðslu barnakláms eingöngu til þess að græða peninga.

 Bottom line - Við eigum að finna leiðir til að hjálpa þessum mönnum ekki leiðir til að hefna okkar sem mest á þeim

Jón Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:17

7 identicon

Ragnar Örn, endilega vitnaðu í þar sem ég er mótfallinn því að birta nöfn þessara manna. Þangað til myndi ég hugsa mig um áður en þú lætur út úr þér svona þvætting um mig.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:26

8 identicon

Ragnar - ég veit ekki alveg á hvaða stigi þinn lesskilningur er.... en ef þú lest vandlega það sem ég skrifaði sem og efni fréttarinnar sem leiddi mig á þessa bloggfærslu þá sérðu hugsanlega að ég er ekki að tala um mennina sem framleiða efnið... heldur þá sem á það horfa.

 Í mínum huga er stór munur á mönnum sem láta undan afbrigðilegum og hrylliegum kenndum sínum í huga og svo þeirra sem gera það í verki.

Jón Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:33

9 identicon

Ragnar - ein spurning - hvaða fleiri tegundir meindýra eru á listanum yfir þá sem þú vilt drepa?

Ertu að tala um að endurlífga dauðarefsingu hér á landi eða viltu elta menn uppi eins og hunda og skjóta þá á færi?

Jón Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 17:37

10 identicon

Fyrst þú augjóslega skildir ekki það sem ég skrifaði upphaflega þá ætti seinna svarið mitt að taka af allan vafa..

 Og btw - þá eru menn sem eru tilbúnir að enda líf annarra ekkert skárri en barnaníðingar í mínum huga - skiptir þá engu í hvaða búning þeir setja þau morð

 Vertu velkominn í þann hóp

Jón Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 18:21

11 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þessir menn verða áreiðanlega nafngreindir, af eftirfarandi ástæðu: Ísland er réttarríki, sem þýðir að dómar eru kveðnir upp í heyranda hljóði og birtir opinberlega.

Alvöru barnaníðingar eru hins vegar sjaldnar nafngreindir, af eftirfarandi ástæðu: Hægt er að  víkja frá þeirri meginreglu að dómar séu kveðnir upp í heyranda hljóði og birtir opinberlega ef slíkt myndi skaða einhvern saklausan þriðja aðila, t.d. barn sem brotið var á.

Þannig er algengt að barnaníðingar sem níðast á börnum sem ekki eru tengd þeim séu nafngreindir, en barnaníðingar sem níðast á skyldmennum sínum er sjaldan nafngreindir.

Þannig er nú það í pottinn búið. 

Elías Halldór Ágústsson, 6.11.2007 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband