Íslenskir foreldrar athugið

Loksins er það komið fram sem ég hef sagt svo árum skiptir, að lyfjagjöf ADHD barna sé ekki góð  og að atferlismeðferð gæti orðið virkari lausn til lengri tíma.  Foreldrar barna með þennann sjúkdóm hér á landi ættu að taka þessar niðurstöður til sín, því að hvergi þekkist meiri lyfjanotkun við þessum sjúkdómi en hér á landi, enda þjóðin þekkt fyrir að slá heimsmet í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.

 Svo spyr maður er þessi maður ekki örugglega læknir?  Ætti hann ekki að fagna nýjum rannsóknum sem benda til þess að ekki þurfi að dæla lyfjum í börn?


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Atferlismeðferð er ein leið...svo veit ég það að sykurneysla hjá mörgum veldur alvarlegum athyglisbrest...þegar ég hætta að mestu leiti að borða sykur fyrir 11 árum varð ég allt annar.

Svo sá ég grein í Fréttablaðinu fyrir nokkru um nokkur E-efni sem eru í matvælum og sælgæti sem valda óróleika í öllum og ofvirkni í börnum. Þetta voru um sex efni, m.a. rotvarnarefnið E-211 sem er meira að segja í sumu sódavatni. 

Breytt mataræði hefur ótrúleg áhrif...fólk ætti að reyna það lengi og vel áður en börnin eru dópuð og gerð að rítalín fíklum. Til að byrja með skydi forðast sykur og auka efni (m.a. E-efni) og borða sem ferskast og sem fjölbreyttast. Þetta tekur tíma, en heilbrigði og hamingja barnanna okkar er að veði.

Þessi síða hefur gjörbreytt mínum matarvenjum. Ég mæli með að skrá sig á póstlistann og fá sendar greinar og video sem hægt og rólega breyta matarvenjum mans: mercola.com

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir fræðsluna. Með fullri virðingu skil að rítalín og önnur lyf slá á einkennin, ég er bara með varúðarorð. Geðlyf eru örvæntingarfullt úrræði og engin varanleg lausn. Þvi skulum við aldrei gleyma. Höldum öll áfram að fræða okkur. Ég er búinn að læra mikið af þessari umræðu.

T.d. að fyrirtækið se framleiðir Prozac gerði sínar eigin rannsóknir fyrir 15 árum og liggur undir grun fyrir að stinga þeim undir stól þegar í ljós kom að Prozac jók líkur á sjálfsmorðum og árásarhneigð. Sjá grein á CNN hér.

Jón Þór Ólafsson, 13.11.2007 kl. 19:03

3 Smámynd: Einar  Lee

Já mikið rétt hjá þér JÞ og þakka þér umræðuna hér.  Það er bara mín skoðun að maður eigi ekki að gefa lyf fyrr en ekkert annað úrræði er eftir.  Þegar maður les líka aukaverkanir með ritalyn þá sér maður að því að þetta hefur vaxtarhamlandi áhrif á börn, og fleira.  Ef þið farið inn á http://www.doktor.is og lesið um lyfið þá komist þið að raun um að það er betra að gefa börnum þasð ekki.  Það er nóg af óeðlilegu líferni þarna úti og ekki er á það bætandi að fara að troða pillum í börn

Einar Lee, 14.11.2007 kl. 09:04

4 Smámynd: Kári Magnússon

Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.

Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?

Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.

Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.

Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.

Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.

P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.


Sjá umræðu hér

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband