Mikilvægt málefni

Flott mál að SÞ skuli gera þennan dag að viðurkenndum degi sykursjúkra.

Sykursýki er orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál og fer vaxandi sem slíkt.  Fylgikvillar teljast ekki fáir, flest líffæri verða fyrir einhverskonar skaða hjá fólki með sykursýki, og í okkar hraða heimi með meira og meira af skyndifæði er erfiðara og erfiðara fyrir fólk að stjórna blóðsykri sínum.

Eins og flestir vita kannski er ég sjálfur með sykursýki og hef orðið fyrir nokkrum fylgikvillanna.  Einnig þekki ég nokkra aðra sykursjúklinga sem hafa lent í skakkaföllum út af sykursýkinni og getum við flest sagt ykkur að það er ekki auðvelt að lifa með þessum sjúkdómi.  Maður reynir, fer í að svindla og hugsar með sér, "Ég lendi ekki í neinum fylgikvillanna fyrr en á efri árum", en raunin er önnur.  Ég missti sjónina 28 ára.  Ég missti vinkonu mína 23 ára, en hún var þá orðin mjög veik af völdum nýrnabilunar og fleiri fylgikvilla.

Þið sem þetta lesið megið koma þeim boðskap á framfæri til ungs fólks með sykursýki að fylgikvillarnir koma mun fljótar en maður heldur og eru alvarlegir, en ekki smávægilegir.  Ég hef reynt að koma því að hjá Samtökum Sykursjúkra að halda fundi með unga fólkinu og sýna þeim fram á beinar afleiðingar sjúkdómsins, en tala fyrir daufum eyrum enda eru þessi samtök skúffufyrirtæki, en ekki hagsmundafélag.

Lifið heil.


mbl.is Höfði blár í þágu sykursjúkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég sammála þér, það mætti alveg eins leggja þessi sykursýkis samtök niður!  Ég er búinn að vera með sykursýki í 23 ár og man aldrei eftir því að þau hafi gert eitthvað til hagsbóta fyrir mann

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:08

2 identicon

Já það er svakalegt þegar svona fyrirtæki gera svona.  Ég meina, Einar, þú ert pörfekkt dæmi fyrir þá til að senda á skóla og krakka til að sýna þeim afleiðingar gjörða sinna.  Það er bara þannig.  Ég er búin að þekkja þig svo lengi, bæði fyrir og eftir fylgikvilla og ég verð að segja að meira að segja mér brá.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Laverne Lee

Höfundur

Einar Lee
Einar  Lee

Er í nýrnavél og reyni samt að vera jákvæður

póstfang; ell@hive.is

Persónulega bloggið er:

www.blog.central.is/lee33

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband