22.11.2007 | 12:37
Naglana burt og smúla göturnar
Já aukin bílaeign eykur að sjálfsögðu svifrykið yfir mestu umferðagötum borgarinnar. Talið er að með því að minnka saltaustur og hætta að aka um á negldum dekkjum geti minnkað svifryk í lofti og er ráð að fara að skoða það. Einnig mætti borgin athuga með að senda sömu bíla og sala göturnar út til að smúla skýtinn af götunum um leið og hitnar í lofti, því það er sannað að svifryk minnkar um leið og göturnar er þvegnar.
Gerið eitthvað í málinu áður en borgarbúar þurfa að fara að ganga með rykgrímur á svona dögum!!!
Svifryk hátt yfir heilsuverndarmörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Þórdís tinna
- Óttarr Makuch
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Bjarni Kjartansson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gísli Foster Hjartarson
- gudni.is
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Gunna-Polly
- Heiða B. Heiðars
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Jens Guð
- Kristinn Halldór Einarsson
- Lilja Sveinsdóttir
- Mín veröld
- Nína
- Ólafur Þórðarson
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigurbjörg Guðleif
- Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talið er að með því að minnka saltaustur og hætta að aka um á negldum dekkjum geti minnkað svifryk í lofti og er ráð að fara að skoða það.-
ég er ekki alveg sammála þessu hjá þér. Ef þú vissir hversu mikið sem nagladekkin gera td fyrir fólk sem á heima í Reykjavík og er mikið að fara útúr bænum. það fólk verður að vera á nagladekkjum og getum við þvi ekki bannað naglana. en aftur á móti með saltið þá finnst mér að megi minnka magnið sem bílarnir spýta útúr sér. það þarf ekki svo mikið salt til að það virki og verð því að vera samála þér í því með saltið en ég er harður á því að naglarnir eigi að standa til boða til fólks sem vilja nagladekk, en svo getur almenningur valið sér heilsársdekk og sleppt því að vera á nöglum þeir sem vilja fyrst þeir eru á móti nöglum. en jamm fólk verður að vera með sínar skoðanir á þessu.
S E G (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 12:49
Byrjar þetta væl um naglana. Svifrikið myndast aðallega við það þegar bílar taka af stað á umferðarljósum og einnig þegar keyrt er yfir hraðahindranir og síðan á hraða sem leyfilegur er, þetta eu meinin. Af hverju er fólki ráðlagt að vera ekki að þvælast á gatnamótum að óþörfu?
365, 22.11.2007 kl. 12:54
Það fer tvennum sögum um orsakir svifryksins. Reyndur atvinnubílstjóri sem hefur ekið stórum trailer og stórum flutningbílum í áratugi tjáði mér að 1 svoleiðis bíll væri á við fleiri þúsund fólksbíla hvað varðar skemmdir og rykmengun af malbiki. Ég hef búið nú í tæp 2 ár rétt fyrir austan höfuðborgina, nánar tiltekið í Ölfusi og er svifryksmengun vegna stóru malarbílanna sem þar aka tugir saman frá morgni til kvölds á Suðurlandsvegi og í Þrengslum. Þess má geta að Þrengslin eru ekki söltuð í líkingu við höfuðborgarsvæðið. Ég held að margir þættir koma þarna saman og ljóst er að þegar strandsiglingar lögðust af jókst gífurlega flutningar á landi í þar til gerðum risaflutningbílum. Þarna er ákveðið samhengi á milli. Slit á vegum er hrikalegt af þessum sökum. Það sjáum við sem ökum þessa vegi daglega.
Sigurlaug B. Gröndal, 22.11.2007 kl. 12:56
Smábílar hafa verið að aukast í vinsældum (þyngd faratækis skiptir líka miklu máli), sama má segja um notkun heilsársdekkja.
Þannig að ég persónulega held að jákvæð þróun sé þegar hafin þó að hún kannski taki nokkur ár. Ég vona að það verði ekki tekið upp nýtt bannæði eða afsökun fyrir skattlagningu, ökumenn eru að átta sig á þessu án slíkra aðgerða. Ef yfirvöld vilja gera eitthvað þá mega þau skoða vegina sjálfa og hvernig þeir eru meðhöndlaðir, en ekki vera að skipta sér að dekkjaeign fólks.
Geiri (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 13:18
Ég var atvinnubílstjóri á sendibíl í nokkurn tíma og get verið sammála því að ákveðinn hópur fólks þarf á nöglum að halda. En staðreyndin er sú að stór hópur fólks gæti skipt yfir á ónegld dekk. Það eru ekki margir dagar á ári þar sem þær aðstæður myndast í og í kringum höfuðboringa að naglar komi að notum, nema kannski fyrir atvinnubílstjóra sem keyra á nóttunni þegar salti er ekki dreift á götur. Tók líka fram að með því að smúla göturnar þear nógu hlýtt er, væri komið í veg fyrir ákveðið mikið af svifryki.
Einar Lee, 22.11.2007 kl. 13:32
S E G, hef ekki notast við nagladekk í rúm 6 ár, nota heilsársdekk og þau hafa aldrei nokkru sinnum valdið mér vandræðum. Þarf enginn nagladekk... bara spurning um að læra að aka í hálku!
ViceRoy, 22.11.2007 kl. 15:35
Ég reikna nú með að enn séu frekar fáir komnir á nagla, allavega er ég ekki enn búin að skipta, maður bíður yfirleitt eftir að það fari að snjóa eitthvað af ráði. Hins vegar er búið að salta eitthvað og ég tel það miklu frekar ástæðu, svo líka þennan aragrúa af hraðahindrunum sem gerir það að verkum að menn eru sífellt að slá af og gefa í.
Kristján Hreinsson, 22.11.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.