23.11.2007 | 10:33
Kaupæði landans
Það er ekki að furða að ekkert lát sé á einkaneyslu landans. Hér er ekkert nema verslanir út um allt og bankarnir fúsir að lána fólki endalaust fyrir kaupvitleysunni. Sýnir sig hvað landinn er kaupóður að við slógum heimsmet í kaupum á dóti nokkrar helgar í röð eftir að Toys´R´Us opnaði og gerðum örugglega enn betur þegar Just for Kids opnaðiþ Okkar helgarrúntur samanstendur af rölti í Kringlunni eða ferðum í stóru dótabúðirnar. Rottukapphlaupið er ekki í rénun frekar en fyrridaginn og ekki nema furða, ríka liðið kaupir sér dýra hluti eins og einkaþotur risastór hús og dýra bíla, og við almúginn sjáum þetta allt í hyllingum, kaupum okkur líka fullt af dóti, nema við erum ekki rík og tökum þetta bara á lánum eða Visu skvísu á raðgreiðslum.
Til að jafnvægi komist á í vaxtamálum þurfum við Íslendingar að fara að læra muninn á vöntun og löngun. Kaupa bara það sem okkur vantar, en ekki það sem okkur bara langar í en h0fum ekki not fyrir. Þó getum við verðlaunað sjálf okkur ef við stöndum okkur vel í þessu og keypt okkur eitthvað sem okkur bara langar í öðru hvoru, en ekki bara alltaf eins og raunin er nú.
Sláum á þensluna og hættum að spreða.
![]() |
Ekkert lát virðist á einkaneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Laverne Lee
Tenglar
Digital hljóð o.fl. því tengt
Allt sem tengist Daisy tækninni og digital hljóðbókum
Vinirnir
Vinir á öðrum bloggsvæðum
Bloggvinir
-
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
-
Þórdís tinna
-
Óttarr Makuch
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Bjarni Kjartansson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bwahahaha...
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Gísli Foster Hjartarson
-
gudni.is
-
Guðmundur Gunnlaugsson
-
Gunna-Polly
-
Heiða B. Heiðars
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Jens Guð
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Lilja Sveinsdóttir
-
Mín veröld
-
Nína
-
Ólafur Þórðarson
-
Ómar Ragnarsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigurbjörg Guðleif
-
Þröstur Helgason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég held að fólki ráði nú hvað það gerir við peninginn sinn ef það hefur nú ráð á því .en þetta minnir á á mann í
tilvistar kreppu sem á ekki bót fyrir rassinn á sér.
sæþór jensson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:00
Rétt Sæþór. En vandinn er bara sá að fólk er að kaupa allt og ekkert án þess að eiga bót fyrir rassinn á sér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:08
Maður í tilvistarkreppu sem á ekki bót fyrir boruna á sér.......Ekki rétt lýsing á mér, en jæja.
Það sem ég var að benda á er það sama og Guðrún B bendir á, þetta er svo mikið keypt á lánum, sem gerir það að verkum að það verður þensla, sem leiðir til hás vaxtastigs, sem kemur illa niður á fleirum heldur en bara kaupæðisliðinu.
Og Sæþór, ekki ráðast á persónu bara af því hún hefur skoðun. Reyndu frekar að vera málefnalegur og r-kræða skoðun mína, ég þoli nefnilega ekki fólk sem getur illa komið fram máli sínu og ræðst bara á mig í staðinn. Skoðanir manneskju og manneskjan eru tveir ólíkir hlutir.
Einar Lee, 25.11.2007 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.